Lífið

Uppselt á Idol á 25 mínútum

Átta hundruð miðar á úrslitakvöld Idol-keppninnar seldust upp á 25 mínútum í Smáralindinni í dag. Miðasalan hófst klukkan hálf tvö en hörðustu Idol-aðdáendurnir biðu fyrir utan Smáralindina klukkan hálf níu í morgun til að tryggja sér stað framarlega í röðinni. Talið er að fimm hundruð manns hafi reynt að næla sér í miða í dag og þurftu margir að snúa heim miðalausir. Þeir þurfa því að láta sér nægja að horfa á úrslitin á Stöð 2 þegar í ljós kemur hvort það verður Hildur Vala, Davíð Smári eða Heiða sem verður næsta Idol-stjarna Íslands. Idolleikur byrjar hér á Vísi 2. mars og verða þar nokkrir miðar í boði á úrslitakvöldið í Smáralindinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.