Bush og Berry verstu leikararnir 27. febrúar 2005 00:01 George Bush Bandaríkjaforseti og Halle Berry voru valin verstu leikarar ársins á Razzie-hátíðinni í gær. Gullna hindberið er veitt árlega kvöldið fyrir Óskarsverðlaunahátíðina sem verður í kvöld. Bush hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í mynd Michaels Moore, Fahrenheit 9/11, og Berry fyrir ógleymanlega frammistöðu í kvikmyndinni Kattarkonan. Töluvert minna er um glys og glamur á Razzie-hátíðinni en á Óskarnum en athyglin sem verðlaunin hljóta er engu að síður töluverð, enda er verið að verðlauna þá sem stóðu sig allra, allra verst í kvikmyndaiðnaðinum þetta árið. Það vakti athygli þegar Berry mætti á svæðið með óskarsstyttuna sína í höndunum og tók við Gullna hindberinu. Hún gerði raunar stólpagrín að sjálfri sér, lék eftir óskarsverðlaunaræðuna sína frá því í hitteðfyrra og þakkaði svo öllum sem komu að gerð myndarinnar um Kattarkonuna fyrir að gera sér kleift að komast frá toppi kvikmyndaiðnaðarins á botninn á innan við tveimur árum. Því næst dró hún umboðsmanninn sinn upp á svið og skipaði honum að lesa handritið yfir áður en hann mælti með næstu mynd. Berry tókst aðeins með naumindum að skyggja á Bush forseta með þessu atriði, því að þó að hann væri ekki á staðnum, og raunar ekki leikari heldur, fékk hann líka verðlaun sem helmingur versta kvikmyndaparsins. Hinn helmingurinn var Condoleezza Rice. Donald Rumsfeld var valinn versti leikari í aukahlutverki og Britney Spears versta leikkona í aukahlutverki fyrir stuðningsyfirlýsingu við Bush forseta á meðan hún tuggði tyggjó í gríð og erg. Óskarsverðlaunahátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 í nótt. Erlent Menning Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti og Halle Berry voru valin verstu leikarar ársins á Razzie-hátíðinni í gær. Gullna hindberið er veitt árlega kvöldið fyrir Óskarsverðlaunahátíðina sem verður í kvöld. Bush hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í mynd Michaels Moore, Fahrenheit 9/11, og Berry fyrir ógleymanlega frammistöðu í kvikmyndinni Kattarkonan. Töluvert minna er um glys og glamur á Razzie-hátíðinni en á Óskarnum en athyglin sem verðlaunin hljóta er engu að síður töluverð, enda er verið að verðlauna þá sem stóðu sig allra, allra verst í kvikmyndaiðnaðinum þetta árið. Það vakti athygli þegar Berry mætti á svæðið með óskarsstyttuna sína í höndunum og tók við Gullna hindberinu. Hún gerði raunar stólpagrín að sjálfri sér, lék eftir óskarsverðlaunaræðuna sína frá því í hitteðfyrra og þakkaði svo öllum sem komu að gerð myndarinnar um Kattarkonuna fyrir að gera sér kleift að komast frá toppi kvikmyndaiðnaðarins á botninn á innan við tveimur árum. Því næst dró hún umboðsmanninn sinn upp á svið og skipaði honum að lesa handritið yfir áður en hann mælti með næstu mynd. Berry tókst aðeins með naumindum að skyggja á Bush forseta með þessu atriði, því að þó að hann væri ekki á staðnum, og raunar ekki leikari heldur, fékk hann líka verðlaun sem helmingur versta kvikmyndaparsins. Hinn helmingurinn var Condoleezza Rice. Donald Rumsfeld var valinn versti leikari í aukahlutverki og Britney Spears versta leikkona í aukahlutverki fyrir stuðningsyfirlýsingu við Bush forseta á meðan hún tuggði tyggjó í gríð og erg. Óskarsverðlaunahátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 í nótt.
Erlent Menning Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira