Innlent

Næstum því mjólkurlaust í Eyjum

Litlu munaði að mjólkurlaust yrði í Vestmannaeyjum um helgina. Þegar afferma átti gám frá Eimskipum, fullan af mjólkurvörum, í gærdag runnu 40 fullhlaðnir mjólkurvagnar af stað og enduðu á steinsteyptri götunni með þeim afleiðingum að mjólkin flaut út um allt. Eimskipsmenn brugðust hins vegar fljótt við, pöntuðu aðra sendingu og kom hún til Eyja með Herjólfi í gærkvöld. Eyjar.net greina frá þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×