Endurunnið fyrir 720 milljónir 25. febrúar 2005 00:01 "Þetta er þremur til fjórum prósentum meira en árið á undan," segir Eiríkur Hannesson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, og bætir við að Íslendingar séu duglegir í þessu eins og öðru sem þeir taka sér fyrir hendur. Endurvinnslan hefur starfað frá árinu 1989 þegar sett voru lög um skilagjald á drykkjarvöruumbúðir, sem formlega heita Lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Aukningin nú er meiri en vanalega og segir Eiríkur að hefðbundin aukning sé um 1-2 prósent á ári. "Þetta er í samræmi við aukna neyslu drykkjanna, það er greinilega góðæri núna." Mest berst af plasti enda meira drukkið af gosi og öðrum drykkjum í plastumbúðum en í áldósum og glerflöskum. Glerflöskunum fer þó fjölgandi og rekur Eiríkur þá þróun til aukinnar drykkju bjórs í flöskum. Hann segist alls ekki gráta það að sífellt meira af umbúðum berist til endurvinnslu enda njóti fyrirtækið góðs af, það selji jú skrapið, eins og hann kallar það, til frekari vinnslu. Úr áldósunum eru unnar nýjar dósir, plastflöskurnar verða að þráðum sem notaðir eru í fataframleiðslu og glerið er mulið í jarðvegsfyllingu. Sjálfur er Eiríkur duglegur að skila umbúðum til endurvinnslu enda trúr slagorði fyrirtækisins, sem er Hreint og umbúðalaust umhverfi. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
"Þetta er þremur til fjórum prósentum meira en árið á undan," segir Eiríkur Hannesson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, og bætir við að Íslendingar séu duglegir í þessu eins og öðru sem þeir taka sér fyrir hendur. Endurvinnslan hefur starfað frá árinu 1989 þegar sett voru lög um skilagjald á drykkjarvöruumbúðir, sem formlega heita Lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Aukningin nú er meiri en vanalega og segir Eiríkur að hefðbundin aukning sé um 1-2 prósent á ári. "Þetta er í samræmi við aukna neyslu drykkjanna, það er greinilega góðæri núna." Mest berst af plasti enda meira drukkið af gosi og öðrum drykkjum í plastumbúðum en í áldósum og glerflöskum. Glerflöskunum fer þó fjölgandi og rekur Eiríkur þá þróun til aukinnar drykkju bjórs í flöskum. Hann segist alls ekki gráta það að sífellt meira af umbúðum berist til endurvinnslu enda njóti fyrirtækið góðs af, það selji jú skrapið, eins og hann kallar það, til frekari vinnslu. Úr áldósunum eru unnar nýjar dósir, plastflöskurnar verða að þráðum sem notaðir eru í fataframleiðslu og glerið er mulið í jarðvegsfyllingu. Sjálfur er Eiríkur duglegur að skila umbúðum til endurvinnslu enda trúr slagorði fyrirtækisins, sem er Hreint og umbúðalaust umhverfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira