Lífið

Josh Homme fárveikur

Hljómsveitin Queens Of The Stone Age neyðist til að hætta við þá tónleika sem eru eftir af Evróputúr þeirra vegna veikinda söngvarans, Josh Homme. Túrinn byrjaði í síðustu viku og planið var að hljómsveitin spilaði á þremur tónleikum á einu kvöldi í London næsta fimmtudag. Hins vegar neyddust hljómsveitarmeðlimir til þess að fresta öllum tónleikunum þegar Josh byrjaði að hósta upp blóði í hótelherberginu sínu. Umboðsmenn sveitarinnar sendu frá sér tilkynningu þess efnis að ekki hefði annað komið til greina en að fresta tónleikunum þegar Josh byrjaði að hósta upp blóði. "Það sem læknar höfðu sagt vera flensu reyndist vera sýking í lungum Josh." Hljómsveitin sjálf sendi einnig frá sér tilkynningu á vefsíðu sinni. "Við höfum spilað þrátt fyrir brotna ökkla og margt mun verra en við vorum einfaldlega ekki viðbúnir þessu. Aðdáendur okkar vita að við erum engar veimiltítur og þetta er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt fyrir alla," segja þeir og taka það fram að aðeins sé búið að fresta tónleikunum en ekki hætta við þá.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.