Orkuverð hækkar vegna orkulaga 24. febrúar 2005 00:01 Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Ný orkulög valda hærra orkuverði til nokkurs fjölda neytenda, eins og til að mynda smáfyrirtækja sem áður nutu sérkjara hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Við greindum frá einu slíku tilfelli í vikunni þar sem rafmagnskostnaður jókst um 54 prósent. Garðyrkjubændur eru einnig fórnarlömb orkulaga sem og fjöldi húseigenda á landsbyggðinni sem nota raforku til kyndingar. Ekki liggur enn fyrir hversu mikil áhrifin verða en það ætti að skýrast á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði skýringa hjá Orkuveitu Reykjavíkur á því hvers vegna afsláttartaxtar hefðu verið felldir niður og fékk þau svör að nýju orkulögin leyfðu ekki slíka taxta. Hér væri enda að ræða um börn síns tíma, svokallaða roftaxta sem byggðust á því að selja umframorku ódýrt gegn því að mega rjúfa hana ef ekki væri nóg afgangs í kerfinu til að bjóða hana. Nú er ástandið þannig að orkan er ávallt nóg en var samt boðin á sömu kjörum. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, sagði leitað leiða til að koma til móts við þá viðskiptavini sem finna fyrir þessum breytingum sem eru til að mynda bakarar, þvottahús og fyrirtæki af sömu stærðargráðu. Hann vildi ekki greina frá því hvaða leiðir það væru. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fullyrti að ekki kæmi til orkuverðshækkana vegna nýju laganna. Hún vildi ekki koma í viðtal vegna málsins í dag en aðstoðarmaður hennar sagði það enn þá vera rétt að ekki hefði komið til nýs kostnaðar vegna laganna en að sérkjör hefðu verið felld niður. Engu að síður er vilji í ráðuneytinu til að mæta auknum kostnaði grænmetisbænda og húseigenda sem kynda með rafmagni og er þá helst verið að ræða auknar niðurgreiðslur í því samhengi því nýju orkulögin banna ekki niðurgreiðslur. Valgerður Sverrisdóttir verður gestur í Íslandi í bítið í fyrramálið. Fréttir Innlent Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Ný orkulög valda hærra orkuverði til nokkurs fjölda neytenda, eins og til að mynda smáfyrirtækja sem áður nutu sérkjara hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Við greindum frá einu slíku tilfelli í vikunni þar sem rafmagnskostnaður jókst um 54 prósent. Garðyrkjubændur eru einnig fórnarlömb orkulaga sem og fjöldi húseigenda á landsbyggðinni sem nota raforku til kyndingar. Ekki liggur enn fyrir hversu mikil áhrifin verða en það ætti að skýrast á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði skýringa hjá Orkuveitu Reykjavíkur á því hvers vegna afsláttartaxtar hefðu verið felldir niður og fékk þau svör að nýju orkulögin leyfðu ekki slíka taxta. Hér væri enda að ræða um börn síns tíma, svokallaða roftaxta sem byggðust á því að selja umframorku ódýrt gegn því að mega rjúfa hana ef ekki væri nóg afgangs í kerfinu til að bjóða hana. Nú er ástandið þannig að orkan er ávallt nóg en var samt boðin á sömu kjörum. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, sagði leitað leiða til að koma til móts við þá viðskiptavini sem finna fyrir þessum breytingum sem eru til að mynda bakarar, þvottahús og fyrirtæki af sömu stærðargráðu. Hann vildi ekki greina frá því hvaða leiðir það væru. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fullyrti að ekki kæmi til orkuverðshækkana vegna nýju laganna. Hún vildi ekki koma í viðtal vegna málsins í dag en aðstoðarmaður hennar sagði það enn þá vera rétt að ekki hefði komið til nýs kostnaðar vegna laganna en að sérkjör hefðu verið felld niður. Engu að síður er vilji í ráðuneytinu til að mæta auknum kostnaði grænmetisbænda og húseigenda sem kynda með rafmagni og er þá helst verið að ræða auknar niðurgreiðslur í því samhengi því nýju orkulögin banna ekki niðurgreiðslur. Valgerður Sverrisdóttir verður gestur í Íslandi í bítið í fyrramálið.
Fréttir Innlent Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira