Lífið

Í tísku að trúa á Guð

"Mér líkar afskaplega vel og þetta er algjörlega draumastarfið mitt," segir Lena Rós Matthíasdóttir prestur í Grafavogskirkju. "Í þessu starfi er maður að fást við hið mannlega allan daginn. "Þú færð að koma að ítrustu aðstæðum í lífi fólks, hvort sem það er í gleði eða sorg, og því er þetta mjög gefandi og nærandi starf," segir Lena Rós og bætir við að hún hafi ekki enn þá upplifað slæma stund og svífi því enn um á bleiku skýji, ári eftir vígsluna. Lena Rós er 32 ára og útskrifaðist árið 2002. Hún segist hafa gengið með preststarfið í maganum síðan hún fermdist en tók endanlega ákvörðun um að verða prestur þegar hún var 18 ára. Eftir námið liðu tvö ár þar til hún fékk starfið í Grafarvogskirkju þar sem hún vinnur ásamt þremur öðrum prestum. "Ég var alin upp við kristna trú og var alltaf mikið í kirkju sem krakki. Á unglingsárunum höfðu vinkonur mínar áhyggjur af því að ég yrði of trúuð af Biblíulestrinum, en við hlæjum af því í dag," segir Lena Rós brosandi og bætir við að þegar maður sé ungur geti maður oft hræddur við það sem maður þekkir ekki. "Í dag eru þær eldhressar með þetta enda getur verið gott að hafa prest fyrir vin. Þær starfa flestar á sviði hins mannlega og því höfum við nóg um að ræða þegar við hittumst." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.