Lífið

Eins og páskaungi á fermingadaginn

"Ég var rosalega ánægð með þennan dag," segir Ellen Kristjánsdóttir söngkona þegar hún rifjar upp fermingadaginn sinn en Ellen fermdist árið 1973. Hún fann sér gulan kjól, gular sokkabuxur og gula lakkskó í tilefni dagins og svaf með rúllur um nóttina. "Ég var eins og páskaungi þennan dag og fór reyndar aldrei aftur í þessi föt. Strax daginn eftir klippti ég hárið stutt og fór í bættar gallabuxur sem þá var mikið í tísku og fljótlega eftir það fór maður að ganga í mussum." Ellen segist þykja vænt um þessa mynd enda sé fermingadagurinn henni eftirminnilegur. "Mamma var einstæð og átti litla peninga. Þarna höfðum við hinsvegar ný unnið í happadrætti svo við fengum öll ný föt í tilefni dagsins sem var mjög skemmtilegt." Sjálf hefur Ellen þegar fermt þrjár dætur en á eftir að ferma soninn. "Ferming er alltaf hátíðleg stund og það er gaman að hitta alla ættingjana. Mín veisla fór fram í Glæsibæ og ég á mjög skemmtilega minningu í kringum þetta." Lestu viðtöl við fleiri konur og skoðaðu fermingamyndirnar í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.