Lífið

Kviðdómur valinn í máli Jacksons

Búið er að velja kviðdóm í máli poppkóngsins Michaels Jacksons. Kviðdómurinn samanstendur af fjórum karlmönum og átta konum á aldrinum 20 til 79 ára. Valið tók mun skemmri tíma en búist hafði verið við, eða einungis fimm daga. Valinu þurfti þó tvívegis að fresta um víkutíma, annars vegar vegna andláts í fjölskyldu eins lögmannanna og hins vegar vegna veikinda Jacksons. Búist er við að lögmenn velji svo átta manns sem varamenn í kviðdóminn í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.