Sjón hreppir hnossið í ár 24. febrúar 2005 00:01 Mikið var um dýrðir í bókaforlaginu Bjarti á Bræðraborgarstíg í gær eftir að tilkynnt var í gær að Sigurjón Birgir Sigurðsson, jafnan nefndur Sjón, hlyti bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Efnt var til blaðamannafundar þar sem boðið var upp á kökur og kampavín. Blómasendingar bárust og heillaóskum rigndi yfir skáldið og útgefendurna. "Þetta er mér mikill heiður og ánægja," sagði Sjón, brosandi út að eyrum. Hann hlýtur verðlaunin fyrir skáldsögu sína Skugga-Baldur, sem Bjartur gaf út haustið 2003. Verðlaunanefnd Norðurlandaráðs segir í fréttatilkynningu sinni að í Skugga-Baldri þræði Sjón af mikilli vandvirkni einstigið milli ljóðs og prósa. Í sögunni vefi hann saman minni úr íslenskum þjóðsögum, rómantíska sagnahefð og heillandi sögu þar sem siðfræðilegar spurningar nútímans skjóti upp kollinum. "Mér skilst að dómnefndin hafi hrifist af þessu samblandi af gömlum tíma og algerlega nýjum aðferðum, sem kenna má við póstmódernisma, um leið og fjallað er um siðferðilegar spurningar sem brenna á samtímanum. Þar fyrir utan er þetta afskaplega lítil bók og einhvern veginn heil og það virðist ganga upp. Hún er ekkert að þykjast vera neitt stærri en hún er, en heldur ekki minni." Sjón tók rútuna í bæinn í gær frá Eyrarbakka, þar sem hann sat við skriftir þegar tilkynningin barst frá verðlaunanefnd Norðurlandaráðs. Sjón á lítið hús á Eyrarbaka og vinnur þar nú að næstu bók sinni. "Þar skrifaði ég líka þessa bók og mér fannst við hæfi að vera staddur þar þegar þetta yrði tilkynnt, á fæðingarstað bókarinnar." Skugga-Baldur er fimmta skáldsaga Sjóns. Áður hafa fimm Íslendingar hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þau eru Ólafur Jóhann Sigurðsson, sem hlaut verðlaunin árið 1976, Snorri Hjartarson árið 1981, Thor Vilhjálmsson 1988, Fríða Á. Sigurðardóttir 1992 og Einar Már Guðmundsson árið 1995. Sjón segist engan veginn hafa átt von á því að hljóta verðlaunin, enda hafi margar góðar bækur verið tilnefndar í ár. "Ég þóttist nú vera kominn í góðan félagsskap með tilnefningunni, en nú er félagsskapurinn orðinn enn betri. Meðal annars var Stormur tilnefndur eftir minn góða vin Einar Kárason, sem sýndi hve góðan mann hann hefur að geyma þegar hann hringdi í mig fyrstur manna og óskaði mér til hamingju." Verðlaunin nema 350 þúsund dönskum krónum, um það bil 3,8 milljónum íslenskra króna, og verða þau afhent í Reykjavík þann 26. október í haust, strax að loknum fundi Norðurlandaráðs. Innlent Menning Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Mikið var um dýrðir í bókaforlaginu Bjarti á Bræðraborgarstíg í gær eftir að tilkynnt var í gær að Sigurjón Birgir Sigurðsson, jafnan nefndur Sjón, hlyti bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Efnt var til blaðamannafundar þar sem boðið var upp á kökur og kampavín. Blómasendingar bárust og heillaóskum rigndi yfir skáldið og útgefendurna. "Þetta er mér mikill heiður og ánægja," sagði Sjón, brosandi út að eyrum. Hann hlýtur verðlaunin fyrir skáldsögu sína Skugga-Baldur, sem Bjartur gaf út haustið 2003. Verðlaunanefnd Norðurlandaráðs segir í fréttatilkynningu sinni að í Skugga-Baldri þræði Sjón af mikilli vandvirkni einstigið milli ljóðs og prósa. Í sögunni vefi hann saman minni úr íslenskum þjóðsögum, rómantíska sagnahefð og heillandi sögu þar sem siðfræðilegar spurningar nútímans skjóti upp kollinum. "Mér skilst að dómnefndin hafi hrifist af þessu samblandi af gömlum tíma og algerlega nýjum aðferðum, sem kenna má við póstmódernisma, um leið og fjallað er um siðferðilegar spurningar sem brenna á samtímanum. Þar fyrir utan er þetta afskaplega lítil bók og einhvern veginn heil og það virðist ganga upp. Hún er ekkert að þykjast vera neitt stærri en hún er, en heldur ekki minni." Sjón tók rútuna í bæinn í gær frá Eyrarbakka, þar sem hann sat við skriftir þegar tilkynningin barst frá verðlaunanefnd Norðurlandaráðs. Sjón á lítið hús á Eyrarbaka og vinnur þar nú að næstu bók sinni. "Þar skrifaði ég líka þessa bók og mér fannst við hæfi að vera staddur þar þegar þetta yrði tilkynnt, á fæðingarstað bókarinnar." Skugga-Baldur er fimmta skáldsaga Sjóns. Áður hafa fimm Íslendingar hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þau eru Ólafur Jóhann Sigurðsson, sem hlaut verðlaunin árið 1976, Snorri Hjartarson árið 1981, Thor Vilhjálmsson 1988, Fríða Á. Sigurðardóttir 1992 og Einar Már Guðmundsson árið 1995. Sjón segist engan veginn hafa átt von á því að hljóta verðlaunin, enda hafi margar góðar bækur verið tilnefndar í ár. "Ég þóttist nú vera kominn í góðan félagsskap með tilnefningunni, en nú er félagsskapurinn orðinn enn betri. Meðal annars var Stormur tilnefndur eftir minn góða vin Einar Kárason, sem sýndi hve góðan mann hann hefur að geyma þegar hann hringdi í mig fyrstur manna og óskaði mér til hamingju." Verðlaunin nema 350 þúsund dönskum krónum, um það bil 3,8 milljónum íslenskra króna, og verða þau afhent í Reykjavík þann 26. október í haust, strax að loknum fundi Norðurlandaráðs.
Innlent Menning Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira