Lífið

Vann flug til Frankfurt

Sigurjón Guðmundsson datt í lukkupott Vísis og Iceland Express á dögunum þegar hann vann flug fyrir tvo til Frankfurt. Sala á flugferðum Iceland Express til Frankfurt Hahn í Þýskalandi hófst  3. febrúar og efndi Vísir af því tilefni til leiks í samvinnu við Iceland Express. Alls tóku tæplega 9.000 Vísinotendur þátt í leiknum og var nafn Sigurjóns Guðmundssonar dregið upp úr hattinum. Vísir þakkar frábærar viðtökur við leiknum. Sala á flugferðum Iceland Express til Frankfurt Hahn í Þýskalandi hófst eins og áður segir fimmtudaginn 3. febrúar. Takmarkað framboð af lægstu fargjöldum stendur til boða á 6.995 kr. aðra leið með sköttum.    Að auki verður tímabundið tilboð á fargjöldum barna 2 til 12 ára, 5.995 kr aðra leið með sköttum. Fyrsta ferð Iceland Express til Frankfurt Hahn verður 21. maí næstkomandi. Flogið verður þrisvar í viku. Þriðjudaga og laugardaga verður brottför frá Keflavíkurflugvelli kl. 7.30 en miðvikudaga kl. 15.15. Heimasíða Iceland Express





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.