Erlent

Árás á aðra sjítamosku í Bagdad

Árás var gerð á aðra sjítamosku í Bagdad í Írak fyrir stundu með þeim afleiðingum að að minnsta kosti einn lést og fjórir særðust. Moskan er í vesturhluta Bagdad og samkvæmt lögreglu var eldflaug skotið á hana. Fyrr í morgun myrti sjálfsmorðsárásarmaður að minnsta kosti fjóra og særði 22 inni í mosku sjíta í suðurhluta Bagdad. Sjónarvottar segja að árásarmaðurinn hafi borið sprengjubelti um sig miðjan og kveikt í því þegar hann kom inn í moskuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×