Lífið

Myndin sem sigrar heiminn

Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Í blaðinu í dag er að finna viðtal við Ernu Þorbjörgu Einarsdóttur sem tók myndir af sér berrassaðri út um allan bæ, umfjöllun um eðalmyndina Closer og ung pör tala um kynlíf. Í kvöld verður sýnt sýnishorn úr myndinni Gargandi snilld sem Ari Alexander er að gera um íslensk meik síðari ára.  "Við ætlum að sýna smá brot, svona sex mínútur," segir Ari Alexander leikstjóri, sem svalar forvitni áhorfenda sem eru spenntir fyrir heimildamynd hans, Gargandi snilld. Hann tekur á móti þeim í Smekkleysubúðinni í dag. Í Gargandi snilld er farið yfir tónlistarsögu Íslendinga og er áherslan lög á meik síðustu ára. "Það eru Björk og Sigur Rós, Steindór, Hilmar, Slowblow og fleiri," segir Ari þegar hann er spurður um á hverja áhersla sé lögð á í myndinni. Von er á Gargandi snilld í bíó á Íslandi í apríl eða maí. Hún var sýnd við góðar undirtektir á Gautaborgarhátíðinni um daginn. Í lokin segir Ari áhorfendur hafa stappað og blístrað, hrópað og klappað. "Það er einhver sefjun sem fer af stað. Einhver sagði að horfa á hana væri eins og að vera á tónleikum." Sigurjón Sighvatsson er framleiðandi myndarinnar og sýndi hann bransavinum sýnum hana á lokaðri sýningu á Berlínarhátíðinni í síðustu viku. Þá er strax búið að bjóða henni á átta hátíðir til viðbótar en það á eflaust eftir að bætast töluvert í þann hóp þegar á líður. Þetta viðtal, djammkortið, pistillinn hans Egils Gilzeneggers og margt, margt fleira er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.