Innlent

Þriðja mesta loðnuveiðin í janúar

Fiskaflinn í janúar var ríflega tvöfalt meiri en í janúar í fyrra eða 234 þúsund tonn samanborið við 106 þúsund tonn samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Aukningin milli ára skýrist af miklum loðnuafla í ár. Í janúar veiddust 200 þúsund tonn af loðnu en í janúar í fyrra veiddust 64 þúsund tonn. Loðnuaflinn í janúar síðastliðnum er sá þriðji mesti frá upphafi. Mest veiddist af loðnu í janúar árið 2003 eða 219 þúsund tonn og í janúar árið 1998 veiddust 210 þúsund tonn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×