Lífið

Drengirnir sýndu mikið snarræði

"Það mikilvæga í þessu er að þeir tóku veikindi vinar síns alvarlega og brugðust við þeim," segir Þórir Guðmundsson hjá Rauða kross Íslands um Alexander Theódórsson og Arnar Þór Stefánsson sem sýndu mikið snarræði þegar þeir komu vini sínum Róberti Heiðari Halldórssyni, til hjálpar þegar hann veiktist hastarlega fyrr í vikunni. Við læknisskoðun kom í ljós að gat hafði komið á lunga Róberts og er móðir hans ekki í vafa um að Alexander og Arnar hafi bjargað lífi hans. Rauði krossinn bauð þremenningunum í heimsókn í skrifstofur sínar í gær. "Við sýndum þeim húsnæði okkar og það efni sem við höfum gefið út meðal annars til skóla, en það kom í ljós að enginn þeirra hafði fengið slíkt námsefni í skólanum," segir Þórir. Við hvöttum þá til að sýna kennurunum sínum þetta því börn geta líka lært skyndihjálp." Piltarnir voru vitaskuld leystir út með skyndihjálpartöskum og öðrum gjöfum. Þórir minnir á að fólk eigi ekki að vera hika við að hringja í 112 þó það sé ekki fullvisst um að eitthvað alvarlegt ami að sér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.