Er Al kaída tilbúningur? 16. febrúar 2005 00:01 Heimildamyndahátíð - Jón Karl Stefánsson, nemi Okkur hefur verið talin trú um að stríð nútímans standi á milli vestrænna lýðræðisríkja og öflugra hreyfinga hryðjuverkamanna, sérstaklega al-Qaeda sem hefur skv. Paul Wolfowitz bækistöðvar í meira en 60 ríkjum Hryðjuverkamennirnir hafi burði til að tortíma vesturlöndum og þeim hugsjónum sem þar ríkja. Þess vegna væri leyfilegt að beita öllum tiltækum ráðum til að uppræta slík samtök. Sumir ganga svo langt að segja að þetta stríð gegn hryðjuverkum sé stríð milli hins góða (okkar) og hins illa (þeirra). Þessi heimssýn hefur verið notuð til að réttlæta tvær stórar árásir á sjálfstæð ríki; afnámi mannréttindaákvæða og áforma um sífellt aukið eftirlit með almennum borgurum o.fl. Þessi heimssýn hefur haldist þrátt fyrir að þeir sem halda henni á lofti hafi gerst uppvísir um stórfelld ósannindi: Að sterk tengsl hafi verið á milli Osama bin Ladens og Saddam Hussein, að Írakar hafi árið 2003 ráðið yfir miklu magni hættulegra gereyðingavopna, að al Qaeda hafi grafið flókin neðanjarðargöng í Tora Bora fjöllum sem þeir notuðu sem bækistöðvar fyrir komandi stórárásir; o.s.frv. Stenst þessi heimssýn um gríðarlega öflugt net hryðjuverkamanna sem leynast bakvið hvern stein? Við höfum nánast ekki fengið nein gögn sem styðja þessa sýn heldur er ætlast til að við einfaldlega trúum sögunni. Það gæti því komið á óvart að hún byggist á framburði eins manns, Jamal al Fadl, súdönskum vígamanni sem var á flótta undan bin Laden. Þetta var í réttarhöldum, janúar 2001, yfir fjórum mönnum sem ákærðir voru fyrir aðild að sprengiárásum á bandarísku sendiráðin í Keníu og Tansaníu. Saksóknarar vildu einnig sakfella bin Laden en til þess þurftu þeir að sýna fram á að árásirnar væru framdar að hálfu glæpasamtaka. Al Fadl fékk fyrir vitnisburðinn vitnavernd og hundruð þúsunda bandaríkjadala. Fyrir réttarhöldin var hugtakið al Kaída og hugmyndin um skipulögð risasamtök hryðjuverkamanna undir beinni stjórn bin Ladens óþekkt, enda hefur komið í ljós að frásögn al Fadls var uppspuni. Hinn 19. febrúar hefst heimildamyndahátíð gagnauga.is. Í opnunarmyndinni, the Power of Nigtmares frá BBC, greinir Adam Curtis frá uppgangi tveggja sambærilegra hópa: Ný-íhaldsmanna (neo-conservatives) í Bandaríkjunum sem fylgja hugmyndum Leo Strauss, og þeim sem vilja stofna trúarleg ríki í mið-austurlöndum, fylgismanna Sayyed Qutb. Þessir tveir hópar hafa unnið saman að því að búa til þá martraðarsýn um hættur sem þeir lofa að verja okkur frá. Farið er yfir það hvernig stjórnmálamenn hættu smám saman að fylgja hugsjónum um betri heim og sneru sér meira að því að nota óttann til að halda völdum. Á hátíðinni verða sýndar um 50 heimildamyndir sem er ætlað að vekja athygli á álitamálum og sjónarhornum sem alltof sjaldan fá að heyrast í opinberri umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Heimildamyndahátíð - Jón Karl Stefánsson, nemi Okkur hefur verið talin trú um að stríð nútímans standi á milli vestrænna lýðræðisríkja og öflugra hreyfinga hryðjuverkamanna, sérstaklega al-Qaeda sem hefur skv. Paul Wolfowitz bækistöðvar í meira en 60 ríkjum Hryðjuverkamennirnir hafi burði til að tortíma vesturlöndum og þeim hugsjónum sem þar ríkja. Þess vegna væri leyfilegt að beita öllum tiltækum ráðum til að uppræta slík samtök. Sumir ganga svo langt að segja að þetta stríð gegn hryðjuverkum sé stríð milli hins góða (okkar) og hins illa (þeirra). Þessi heimssýn hefur verið notuð til að réttlæta tvær stórar árásir á sjálfstæð ríki; afnámi mannréttindaákvæða og áforma um sífellt aukið eftirlit með almennum borgurum o.fl. Þessi heimssýn hefur haldist þrátt fyrir að þeir sem halda henni á lofti hafi gerst uppvísir um stórfelld ósannindi: Að sterk tengsl hafi verið á milli Osama bin Ladens og Saddam Hussein, að Írakar hafi árið 2003 ráðið yfir miklu magni hættulegra gereyðingavopna, að al Qaeda hafi grafið flókin neðanjarðargöng í Tora Bora fjöllum sem þeir notuðu sem bækistöðvar fyrir komandi stórárásir; o.s.frv. Stenst þessi heimssýn um gríðarlega öflugt net hryðjuverkamanna sem leynast bakvið hvern stein? Við höfum nánast ekki fengið nein gögn sem styðja þessa sýn heldur er ætlast til að við einfaldlega trúum sögunni. Það gæti því komið á óvart að hún byggist á framburði eins manns, Jamal al Fadl, súdönskum vígamanni sem var á flótta undan bin Laden. Þetta var í réttarhöldum, janúar 2001, yfir fjórum mönnum sem ákærðir voru fyrir aðild að sprengiárásum á bandarísku sendiráðin í Keníu og Tansaníu. Saksóknarar vildu einnig sakfella bin Laden en til þess þurftu þeir að sýna fram á að árásirnar væru framdar að hálfu glæpasamtaka. Al Fadl fékk fyrir vitnisburðinn vitnavernd og hundruð þúsunda bandaríkjadala. Fyrir réttarhöldin var hugtakið al Kaída og hugmyndin um skipulögð risasamtök hryðjuverkamanna undir beinni stjórn bin Ladens óþekkt, enda hefur komið í ljós að frásögn al Fadls var uppspuni. Hinn 19. febrúar hefst heimildamyndahátíð gagnauga.is. Í opnunarmyndinni, the Power of Nigtmares frá BBC, greinir Adam Curtis frá uppgangi tveggja sambærilegra hópa: Ný-íhaldsmanna (neo-conservatives) í Bandaríkjunum sem fylgja hugmyndum Leo Strauss, og þeim sem vilja stofna trúarleg ríki í mið-austurlöndum, fylgismanna Sayyed Qutb. Þessir tveir hópar hafa unnið saman að því að búa til þá martraðarsýn um hættur sem þeir lofa að verja okkur frá. Farið er yfir það hvernig stjórnmálamenn hættu smám saman að fylgja hugsjónum um betri heim og sneru sér meira að því að nota óttann til að halda völdum. Á hátíðinni verða sýndar um 50 heimildamyndir sem er ætlað að vekja athygli á álitamálum og sjónarhornum sem alltof sjaldan fá að heyrast í opinberri umræðu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar