Gjaldfrjálsir leikskólar 16. febrúar 2005 00:01 Leikskólar - Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri Stöðugt hefur dregið úr skilunum milli leikskóla og grunnskóla undanfarin ár. Uppbygging leikskólanna var og er jafnréttismál, sem Reykjavíkurborg hefur mjög borið fyrir brjósti. Nú er svo komið að 96% fimm ára barna í Reykjavík ganga í leikskóla og fimm ára deildir í grunnskólum. Á landinu öllu gengu um 40% barna að sex ára aldri í leikskóla árið 1991, en nú er hlutfallið um 71%, samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Þá hefur Reykjavíkurborg gengið á undan í faglegum metnaði í leikskólastarfinu og þá sérstaklega að tengja saman leik- og grunnskólastarfið þannig að samfella verði í skólagöngunni. Það er ekki síst í ljósi þessara staðreynda að Reykjavíkurborg reið á vaðið síðastliðið haust og fór að bjóða fimm ára börnum upp á gjaldfrjálsa skólagöngu í þrjár stundir á dag. Með því var gefinn tónn í líflega umræðu, sem meðal annars hefur átt sér stað í sölum Alþingis. Þar var á dögunum til umræðu þingsályktunartillaga þingflokks VG um að ríki og sveitarfélög leiti leiða til að gera leikskólagöngu gjaldfrjálsa í áföngum og fleiri þingmenn hafa látið málið til sín taka. Samkvæmt samantekt Morgunblaðsins fyrir um mánuði er leikskólaþjónusta á Íslandi einna ódýrust í Reykjavík. Miðað við átta stunda dvöl með fullu fæði er almennt gjald í leikskólum Reykjavíkurborgar um 28 þkr. á mánuði en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu fer leikskólagjald allt upp í 31 þkr. Ef barnið er 5 ára er gjaldið hinsvegar tæpar 20 þkr. hér í höfuðborginni. Fyrir samskonar þjónustu og í fyrra dæminu greiða forgangshópar í Reykjavík um 15 þkr., en um 11,5 þkr. ef um er að ræða fimm ára barn. Til samanburðar þá er meðalgjald þessa hóps í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu 22 þkr. á mánuði. Hin hliðin á öflugri þjónustu Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga er vitaskuld fjármálahliðin. Nú kann það að vera að íbúar og fulltrúar þeirra í stjórn einhverra sveitarfélaga hafi alls engan áhuga á að lækka leikskólagjöldin, en í ljósi umræðunnar um það hvernig ríkið skiptir skatttekjum milli sín og sveitarfélaganna er það auðvitað ákaflega misjafnt hversu langt þau sveitarfélög, sem hug hafa á að feta í fótspor Reykjavíkurborgar, geta gengið. Að búa vel að börnum og barnafólki er höfuðatriði í stefnu borgarinnar og hefur talsvert fé verið lagt í að mæta þörfum barnafjölskyldna. Ekki er það eingöngu í rekstri leikskóla heldur ekki síður í grunnskólunum, frístundaheimilum og með stuðningi við öflugt íþrótta- og tómstundastarf frjálsra félagasamtaka. Umboðsmaður barna vakti máls á því fyrir skömmu að sum börn væru hugsanlega of lengi á leikskólanum sínum dag hvern. Það er okkur foreldrum holl áminning um rétta forgangsröðun í lífinu að gefa okkur tíma með börnunum okkar, en foreldrar hafa mismikið val í þessum efnum. Við þekkjum trúlega flest einstætt foreldri í fullri vinnu með barn á leikskólaaldri. Það er ódýrt að standa í pontu á Alþingi og segjast telja "að flest börn hafi ekkert að gera að heiman fyrr en þau eru orðin þriggja ára" eins og Pétur Blöndal lét út úr sér á dögunum. Það virðist talsvert einfaldara lífið innan veggja Alþingishússins en utan þeirra. Reykjavíkurborg leggur sig fram um að létta undir með því barnafólki sem býr í raunveruleikanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Leikskólar - Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri Stöðugt hefur dregið úr skilunum milli leikskóla og grunnskóla undanfarin ár. Uppbygging leikskólanna var og er jafnréttismál, sem Reykjavíkurborg hefur mjög borið fyrir brjósti. Nú er svo komið að 96% fimm ára barna í Reykjavík ganga í leikskóla og fimm ára deildir í grunnskólum. Á landinu öllu gengu um 40% barna að sex ára aldri í leikskóla árið 1991, en nú er hlutfallið um 71%, samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Þá hefur Reykjavíkurborg gengið á undan í faglegum metnaði í leikskólastarfinu og þá sérstaklega að tengja saman leik- og grunnskólastarfið þannig að samfella verði í skólagöngunni. Það er ekki síst í ljósi þessara staðreynda að Reykjavíkurborg reið á vaðið síðastliðið haust og fór að bjóða fimm ára börnum upp á gjaldfrjálsa skólagöngu í þrjár stundir á dag. Með því var gefinn tónn í líflega umræðu, sem meðal annars hefur átt sér stað í sölum Alþingis. Þar var á dögunum til umræðu þingsályktunartillaga þingflokks VG um að ríki og sveitarfélög leiti leiða til að gera leikskólagöngu gjaldfrjálsa í áföngum og fleiri þingmenn hafa látið málið til sín taka. Samkvæmt samantekt Morgunblaðsins fyrir um mánuði er leikskólaþjónusta á Íslandi einna ódýrust í Reykjavík. Miðað við átta stunda dvöl með fullu fæði er almennt gjald í leikskólum Reykjavíkurborgar um 28 þkr. á mánuði en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu fer leikskólagjald allt upp í 31 þkr. Ef barnið er 5 ára er gjaldið hinsvegar tæpar 20 þkr. hér í höfuðborginni. Fyrir samskonar þjónustu og í fyrra dæminu greiða forgangshópar í Reykjavík um 15 þkr., en um 11,5 þkr. ef um er að ræða fimm ára barn. Til samanburðar þá er meðalgjald þessa hóps í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu 22 þkr. á mánuði. Hin hliðin á öflugri þjónustu Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga er vitaskuld fjármálahliðin. Nú kann það að vera að íbúar og fulltrúar þeirra í stjórn einhverra sveitarfélaga hafi alls engan áhuga á að lækka leikskólagjöldin, en í ljósi umræðunnar um það hvernig ríkið skiptir skatttekjum milli sín og sveitarfélaganna er það auðvitað ákaflega misjafnt hversu langt þau sveitarfélög, sem hug hafa á að feta í fótspor Reykjavíkurborgar, geta gengið. Að búa vel að börnum og barnafólki er höfuðatriði í stefnu borgarinnar og hefur talsvert fé verið lagt í að mæta þörfum barnafjölskyldna. Ekki er það eingöngu í rekstri leikskóla heldur ekki síður í grunnskólunum, frístundaheimilum og með stuðningi við öflugt íþrótta- og tómstundastarf frjálsra félagasamtaka. Umboðsmaður barna vakti máls á því fyrir skömmu að sum börn væru hugsanlega of lengi á leikskólanum sínum dag hvern. Það er okkur foreldrum holl áminning um rétta forgangsröðun í lífinu að gefa okkur tíma með börnunum okkar, en foreldrar hafa mismikið val í þessum efnum. Við þekkjum trúlega flest einstætt foreldri í fullri vinnu með barn á leikskólaaldri. Það er ódýrt að standa í pontu á Alþingi og segjast telja "að flest börn hafi ekkert að gera að heiman fyrr en þau eru orðin þriggja ára" eins og Pétur Blöndal lét út úr sér á dögunum. Það virðist talsvert einfaldara lífið innan veggja Alþingishússins en utan þeirra. Reykjavíkurborg leggur sig fram um að létta undir með því barnafólki sem býr í raunveruleikanum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar