Erlent

Tveir skotnir til bana

Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða Palestínumenn til bana nærri byggð landtökumanna á Vesturbakkanum eftir að dimma tók í gærkvöldi. Talsmaður hersins sagði hermenn hafa orðið vara við Palestínumennina þar sem þeir nálguðust Bracha, landtökubyggð Ísraela. Meðlimir Al Aqsa-hreyfingarinnar sögðu að Ísraelar hefðu skotið mennina að tilefnislausu, þeir hefðu verið að gæta yfirgefinnar byggingar í nágrenninu. Hótuðu Al Aqsa-liðar því að hefna falls mannanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×