Lífið

Jackson í skyndingu á sjúkrahús

Tónlistarmaðurinn Michael Jackson var fluttur á sjúkrahús í skyndingu síðdegis og segir lögmaður hans að Jackson sé alvarlega sjúkur. Samkvæmt fyrstu fregnum var Jackson fluttur á sjúkrahús skammt frá dómhúsinu í Santa Maria í Kaliforníu, þar sem val á kviðdómi í máli gegn honum fer fram. Jackson var á leið í dómhúsið þegar bílalest hans var í skyndingu beint þaðan og á bráðamóttöku. Verjandi hans sagði hann alvarlega veikan en nokkru síðar var gefin út yfirlýsing þess efnis að hann væri líkast til með flensu. Þrátt fyrir það þótti læknum ástæða til að leggja hann inn enda þótti Jackson óvenju fölur. Vali kviðdómenda var í kjölfarið frestað, í það minnsta þangað til frekari skýringar á heilsubresti poppstjörnunnar fást. Michael Jackson er sakaður um að hafa beitt ungan, krabbameinssjúka dreng kynferðisofbeldi og gefið honum áfengi en hann neitar sök. Í gær var lagður fram listi yfir þau vitni sem verjendurnir hyggjast kalla til og hann er vægast sagt skrautlegur. Meðal þeirra sem gætu lent í vitnastúkunni eru Elizabeth Taylor, Jay Leno, Quincy Jones, Kobe Bryant, Stevie Wonder, Larry King og Ed Bradley, fréttamaður í Sextíu mínútum, auk beggja fyrrverandi eiginkvenna Jacksons.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.