Lífið

Svipti sig lífi eftir þátt

Hnefaleikamaður í raunveruleikaþættinum The Contender í Bandaríkjunum framdi sjálfsmorð í gær en þetta er í annað sinn sem keppandi í raunveruleikaþætti sviptir sig lífi. Fyrra tilvikið var í Svíþjóð þegar fyrsta syrpan af Survivor var tekin upp. Vegna þessa hafa keppendur gengist undir sálfræðipróf áður en þeir fá að taka þátt í sjónvarpsþáttum af þessu tagi. Þau próf eru bersýnilega ekki fullkomin. Þáttagerðarmennirnir gefa ekkert upp um tildrög þess að hnefaleikamaðurinn framdi sjálfsmorð en ætla má að hann hafi tapað í hnefaleikakeppni í þættinum og þannig orðið af sem nemur rúmum 60 milljónum íslenskra króna í verðlaunafé.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.