Hvað er leiðsögumaður ferðafólks? 15. febrúar 2005 00:01 Starf leiðsögumanna - Birna G. Bjarnleifsdóttir Hvað er leiðsögumaður ferðafólks? Í Fréttablaðinu 9. febrúar sl. báru þau Sólrún Jónsdóttir og Pétur Sigurðsson upp svofellda spurningu: "Hvað er Félag leiðsögumanna?" Þetta er mjög þörf spurning og full ástæða til að þakka þeim fyrir. Hún hefði helst þurft að birtast á forsíðu blaðsins, með stóru svörtu letri. Þessa stundina er svarið þó óljóst. Á aðalfundi félagsins á síðasta ári var samþykkt að skipta félaginu í tvær deildir, fagdeild og stéttarfélagsdeild. Kosnar voru nefndir til að undirbúa ný félagslög og nú bíða félagsmenn með óþreyju eftir að heyra endanlegar tillögur og taka afstöðu á næsta aðalfundi. Kannske geta þau Sólrún og Pétur fengið inngöngu eftir þann fund. Ég get upplýst, sem ein úr hópi stofnenda FL, hvert var meginmarkmið þeirra með stofnun FL í júní 1972 -- Að stuðla að gæðaleiðsögu. Fram að þeim tíma hafði hópur vel menntaðra einstaklinga verið ráðinn til að leiðsegja erlendum ferðamönnum sem heimsóttu Ísland. Sumir þessara einstaklinga voru tungumálakennarar, aðrir jarðfræðingar, náttúrufræðingar eða sagnfræðingar o.s.frv. Með ört vaxandi fjölda ferðamanna var oft erfitt fyrir starfsfólk ferðaskrifstofa að finna nýja hæfa einstaklinga til leiðsögustarfa þó að margir hefðu þá lokið prófi frá leiðsögunámskeiðum, sem Vigdís Finnbogadóttir, ásamt öðrum reyndum og hæfum leiðsögumönnum, stjórnaði fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins. Þeir, sem á þessum tíma unnu við leiðsögu ferðamanna, með langa reynslu að baki eða með nýlegt leiðsögupróf, ákváðu að stofna samtök í þeim tilgangi að ..1) Safna saman undir einu þaki starfandi leiðsögumönnum m.a. til að auðvelda vinnuráðningar bæði til hagsbóta fyrir ferðaskrifstofur og leiðsögumenn. 2) Bjóða félagsmönnum upp á fræðandi fyrirlestra um hin margvíslegustu málefni lands og þjóðar, til að auka færni þeirra í leiðsögustarfinu. Í ljós kom skömmu síðar að viðbrögð ferðaskrifstofueigenda við þessum hugmyndum voru þau að lækka einhliða laun leiðsögumanna. Þá var bætt við.. 3) Að samræma laun leiðsögumanna. Launagreiðendur töldu sig enga skyldu hafa við þetta félag ..það væri ekki alvöru stéttarfélag... það ætti ekki aðild að ASÍ. Þá bættist við... 4) Að fá inngöngu í ASÍ. Á þeim bæ var leiðsögustarf ekki talið alvöru starf ... það væri ekki stundað frá kl. 9-5 alla virka daga. Sú afstaða breyttist síðar og félagið fékk inngöngu í ASÍ -- Hugsjón stofnenda í verki --. Þegar reglugerð var sett um leiðsögunám árið 1981 sýndu félagsmenn metnað sinn í verki með því óumbeðnir að láta meta hæfni sína miðað við nýjar kröfur. Núna er vitað að margir einstaklingar kalla sig leiðsögumenn og selja leiðsöguþjónustu án þess að hafa leiðsögupróf. Vonandi smitast þeir af hugsjón stofnenda FL og fara í gæðapróf áður en verksala fer fram. Ef SAF skyldi óvænt telja þess þörf. Hvað varðar Birnu-braut vona ég að þeir sem þá braut hafa gengið hafi gæðaleiðsögu í fyrirrúmi. Og að engum takist að færa þá braut niður á menntaskólastig. Og nú spyr ég: "Hvað er leiðsögumaður"? Svar óskast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Starf leiðsögumanna - Birna G. Bjarnleifsdóttir Hvað er leiðsögumaður ferðafólks? Í Fréttablaðinu 9. febrúar sl. báru þau Sólrún Jónsdóttir og Pétur Sigurðsson upp svofellda spurningu: "Hvað er Félag leiðsögumanna?" Þetta er mjög þörf spurning og full ástæða til að þakka þeim fyrir. Hún hefði helst þurft að birtast á forsíðu blaðsins, með stóru svörtu letri. Þessa stundina er svarið þó óljóst. Á aðalfundi félagsins á síðasta ári var samþykkt að skipta félaginu í tvær deildir, fagdeild og stéttarfélagsdeild. Kosnar voru nefndir til að undirbúa ný félagslög og nú bíða félagsmenn með óþreyju eftir að heyra endanlegar tillögur og taka afstöðu á næsta aðalfundi. Kannske geta þau Sólrún og Pétur fengið inngöngu eftir þann fund. Ég get upplýst, sem ein úr hópi stofnenda FL, hvert var meginmarkmið þeirra með stofnun FL í júní 1972 -- Að stuðla að gæðaleiðsögu. Fram að þeim tíma hafði hópur vel menntaðra einstaklinga verið ráðinn til að leiðsegja erlendum ferðamönnum sem heimsóttu Ísland. Sumir þessara einstaklinga voru tungumálakennarar, aðrir jarðfræðingar, náttúrufræðingar eða sagnfræðingar o.s.frv. Með ört vaxandi fjölda ferðamanna var oft erfitt fyrir starfsfólk ferðaskrifstofa að finna nýja hæfa einstaklinga til leiðsögustarfa þó að margir hefðu þá lokið prófi frá leiðsögunámskeiðum, sem Vigdís Finnbogadóttir, ásamt öðrum reyndum og hæfum leiðsögumönnum, stjórnaði fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins. Þeir, sem á þessum tíma unnu við leiðsögu ferðamanna, með langa reynslu að baki eða með nýlegt leiðsögupróf, ákváðu að stofna samtök í þeim tilgangi að ..1) Safna saman undir einu þaki starfandi leiðsögumönnum m.a. til að auðvelda vinnuráðningar bæði til hagsbóta fyrir ferðaskrifstofur og leiðsögumenn. 2) Bjóða félagsmönnum upp á fræðandi fyrirlestra um hin margvíslegustu málefni lands og þjóðar, til að auka færni þeirra í leiðsögustarfinu. Í ljós kom skömmu síðar að viðbrögð ferðaskrifstofueigenda við þessum hugmyndum voru þau að lækka einhliða laun leiðsögumanna. Þá var bætt við.. 3) Að samræma laun leiðsögumanna. Launagreiðendur töldu sig enga skyldu hafa við þetta félag ..það væri ekki alvöru stéttarfélag... það ætti ekki aðild að ASÍ. Þá bættist við... 4) Að fá inngöngu í ASÍ. Á þeim bæ var leiðsögustarf ekki talið alvöru starf ... það væri ekki stundað frá kl. 9-5 alla virka daga. Sú afstaða breyttist síðar og félagið fékk inngöngu í ASÍ -- Hugsjón stofnenda í verki --. Þegar reglugerð var sett um leiðsögunám árið 1981 sýndu félagsmenn metnað sinn í verki með því óumbeðnir að láta meta hæfni sína miðað við nýjar kröfur. Núna er vitað að margir einstaklingar kalla sig leiðsögumenn og selja leiðsöguþjónustu án þess að hafa leiðsögupróf. Vonandi smitast þeir af hugsjón stofnenda FL og fara í gæðapróf áður en verksala fer fram. Ef SAF skyldi óvænt telja þess þörf. Hvað varðar Birnu-braut vona ég að þeir sem þá braut hafa gengið hafi gæðaleiðsögu í fyrirrúmi. Og að engum takist að færa þá braut niður á menntaskólastig. Og nú spyr ég: "Hvað er leiðsögumaður"? Svar óskast.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar