Lífið

Verðlaunin komu þægilega á óvart

"Satt best að segja átti ég ekki von á að hljóta þessi verðlaun með tilliti til þess hverjir aðrir voru tilnefndir í mínum flokki," segir Valdís Óskarsdóttir, en hún hlaut hin virtu BAFTA-verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir klippivinnu sína í kvikmyndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Meðal þeirra sem einnig voru tilnefnd ásamt Valdísi var Thelma Schoonmaker, sem unnið hefur lengi með Martin Scorsese og er enn fremur tilnefnd til Óskarsverðlauna en sú hátíð fer fram síðar í þessum mánuði. "Mig grunaði aldrei að ég ætti möguleika gegn henni enda er ég ekki tilnefnd fyrir vestan haf. Engu að síður er ég hæstánægð og svo verður að koma í ljós hvort þetta hefur góð áhrif á minn feril í framtíðinni en þetta skemmir ábyggilega ekki fyrir."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.