Erlent

35 látnir í eldsvoða í Teheran

Þrjátíu og fimm létust um það bil 200 slösuðust í eldsvoða í mosku í Teheran í Íran fyrr í dag. Íranska ríkissjónvarpið segir að eldur hafi kviknað út frá rafmagnshitablásara, en fjölmenni var við bænir í moskunni enda stutt í mikla trúarhátíð hjá sjítamúslímum. Samkvæmt fréttastofunni INSA virðist hafa orðið einhvers konar sprenging í blásaranum og í kjölfarið hafi kviknað í tjöldum sem voru í moskunni. Mikill ótti greip um sig og er talið að fjölmargir hafi troðist undir þegar fólk reyndi í ofboði að koma sér út út moskunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×