Erlent

Missti sjón á öðru auga

Cesar Arnar Sanchez, tvítugur Íslendingur í Bandaríkjaher, missti sjón á öðru auga þegar flugskeyti sprakk við hlið hans í síðustu viku. "Hann er blindur á öðru auga og svo fór flís undir hnéskelina og skar í sundur taugar. Hann getur ekki lyft tánum og er skorinn á líkamanum," segir Arna Bára Arnarsdóttir, móðir Cesars Arnars. Læknar segja þó að taugarnar grói aftur og því eigi hann að geta lyft tánum þegar þær gróa. Sjónin sé hins vegar endanlega farin. Cesar Arnar hringdi í móður sína í fyrradag. "Honum líður ekkert of vel og er svolítið niðri," segir Arna Bára um son sinn. Hann er á hersjúkrahúsi í Þýskalandi en verður fluttur til Bandaríkjanna í dag eða næstu daga. Þangað ætlar Arna Bára að fara til að vera hjá syni sínum og styðja við bakið á honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×