Kvenréttindi eða jafnrétti? 10. febrúar 2005 00:01 Alveg finnst mér ótrúlegt að á Íslandi séu lög þess efnis að ef tveir jafnhæfir einstaklingar af gagnstæðu kyni sækja um sama starfið, skuli veita konunni það. Myndi ég kæra mig um að fá vinnu á þessum forsendum? Í nafni jafnréttis? Nei, ég held ég myndi eftirláta karlinum stöðuna og leita eitthvert annað eftir vinnu. Ég trúi því að engir tveir einstaklingar geti verið nákvæmlega jafn hæfir til eins eða neins. Það hlýtur alltaf að vera hægt að finna eitthvað öðrum til framdráttar, nú eða foráttu. Það eru akkúrat svona mál sem veikja jafnréttisbaráttuna og gefa konum rauðsokkustimpla (í neikvæðri merkingu). Því miður verð ég þó oft vitni að því hvað konur eru meðvirkar í kynjamismununinni. Þannig var það þegar dóttir mín byrjaði á leikskóla og einn leikskólakennarinn (kona) var að sýna mér deildina. Þegar kom að dúkkukróknum sagði hún eitthvað sem svo: "...hérna leika stelpurnar sér í dúkkó, og svo leika strákarnir sér inni í herberginu þarna með bílana". Var mér að misheyrast? Á menntastofnun á Íslandi (sem ég hélt að stæði nú frekar framarlega í þessum málum) á tuttugustu og fyrstu öld! En vitið þið hvað? Ég er viss um að þessi sama kona myndi aldrei skrifa upp á það að strákar mættu ekki leika sér að dúkkum eða stelpur að bílum. Þetta var örugglega algjörlega ómeðvitað hjá henni. Í útvarpinu um daginn heyrði ég svo umræður um það hvort koma ætti á leikskólaskyldu á Íslandi. Kona sem þar lét í sér heyra sagði m.a. að ríkið ætti að greiða konum fyrir að vera heima með börnum sínum. Af hverju konum? Til þess að stuðla frekar að því að konurnar séu heima með börnin á meðan karlarnir vinna úti? En er það ekki einmitt það sem við höfum verið að reyna að breyta síðustu árin? Ég er líka alveg viss um að þessi kona var ekki meðvituð um það sem hún var að segja. Hún væri örugglega ekki síður sátt við að karlar fengju borgað fyrir að vera heima með börnum sínum. En það er einmitt þetta "meðvitundarleysi" sem er svo erfitt að eiga við. Að lokum langar mig að minnast aðeins á blessuð stöðuheitin sem alltaf eru að þvælast fyrir okkur. Þar finnst mér reyndar oft vera óþarflega mikil smámunasemi í gangi. Af hverju má t.d. karlmaður ekki bara vera fóstra? Allar fóstrur voru fóstrur þangað til karlar tóku að leita í störfin. Þá var þeim breytt í leikskólakennara. Ég meina, konur mega vera læknar án þess að nokkur kippi sér upp við það. Ekki er til neitt sem heitir lækna eða lækniskona. Konur geta líka verið þingmenn, enda eru jú konur líka menn. Mín vegna mega karlar alveg vera fóstrur eða hjúkkur, það truflar mig ekki neitt. En það er einmitt þessi endalausa niðurhólfun sem lætur jafnréttismál oft snúast upp í andhverfu sína. Svo slökum nú aðeins á í baráttunni og einbeitum okkur frekar að því að virða hvert annað, vera víðsýn og meðvituð um það sem við segjum og gerum. Þá mun okkur örugglega með tímanum takast að uppræta þennan fortíðardraug sem kynjamismunun er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Alveg finnst mér ótrúlegt að á Íslandi séu lög þess efnis að ef tveir jafnhæfir einstaklingar af gagnstæðu kyni sækja um sama starfið, skuli veita konunni það. Myndi ég kæra mig um að fá vinnu á þessum forsendum? Í nafni jafnréttis? Nei, ég held ég myndi eftirláta karlinum stöðuna og leita eitthvert annað eftir vinnu. Ég trúi því að engir tveir einstaklingar geti verið nákvæmlega jafn hæfir til eins eða neins. Það hlýtur alltaf að vera hægt að finna eitthvað öðrum til framdráttar, nú eða foráttu. Það eru akkúrat svona mál sem veikja jafnréttisbaráttuna og gefa konum rauðsokkustimpla (í neikvæðri merkingu). Því miður verð ég þó oft vitni að því hvað konur eru meðvirkar í kynjamismununinni. Þannig var það þegar dóttir mín byrjaði á leikskóla og einn leikskólakennarinn (kona) var að sýna mér deildina. Þegar kom að dúkkukróknum sagði hún eitthvað sem svo: "...hérna leika stelpurnar sér í dúkkó, og svo leika strákarnir sér inni í herberginu þarna með bílana". Var mér að misheyrast? Á menntastofnun á Íslandi (sem ég hélt að stæði nú frekar framarlega í þessum málum) á tuttugustu og fyrstu öld! En vitið þið hvað? Ég er viss um að þessi sama kona myndi aldrei skrifa upp á það að strákar mættu ekki leika sér að dúkkum eða stelpur að bílum. Þetta var örugglega algjörlega ómeðvitað hjá henni. Í útvarpinu um daginn heyrði ég svo umræður um það hvort koma ætti á leikskólaskyldu á Íslandi. Kona sem þar lét í sér heyra sagði m.a. að ríkið ætti að greiða konum fyrir að vera heima með börnum sínum. Af hverju konum? Til þess að stuðla frekar að því að konurnar séu heima með börnin á meðan karlarnir vinna úti? En er það ekki einmitt það sem við höfum verið að reyna að breyta síðustu árin? Ég er líka alveg viss um að þessi kona var ekki meðvituð um það sem hún var að segja. Hún væri örugglega ekki síður sátt við að karlar fengju borgað fyrir að vera heima með börnum sínum. En það er einmitt þetta "meðvitundarleysi" sem er svo erfitt að eiga við. Að lokum langar mig að minnast aðeins á blessuð stöðuheitin sem alltaf eru að þvælast fyrir okkur. Þar finnst mér reyndar oft vera óþarflega mikil smámunasemi í gangi. Af hverju má t.d. karlmaður ekki bara vera fóstra? Allar fóstrur voru fóstrur þangað til karlar tóku að leita í störfin. Þá var þeim breytt í leikskólakennara. Ég meina, konur mega vera læknar án þess að nokkur kippi sér upp við það. Ekki er til neitt sem heitir lækna eða lækniskona. Konur geta líka verið þingmenn, enda eru jú konur líka menn. Mín vegna mega karlar alveg vera fóstrur eða hjúkkur, það truflar mig ekki neitt. En það er einmitt þessi endalausa niðurhólfun sem lætur jafnréttismál oft snúast upp í andhverfu sína. Svo slökum nú aðeins á í baráttunni og einbeitum okkur frekar að því að virða hvert annað, vera víðsýn og meðvituð um það sem við segjum og gerum. Þá mun okkur örugglega með tímanum takast að uppræta þennan fortíðardraug sem kynjamismunun er.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar