Lífið

Hópurinn saman allt kvöldið

"Árshátíðarhald hjá okkur hefur verið mjög vinsælt, aðallega hjá fyrirtækjum og starfsmannahópum," segir Vignir Guðmundsson rekstraraðili Skíðarskálans í Hveradölum. Í Skíðarskálanum eru fjórar stærðir af sölum sem taka allt að 200 manns og býður Vignir upp á sérstakan árshátíðarpakka sem samanstendur af rútuferð til og frá staðnum, þriggja rétta matseðli og dansleik. "Heitipotturinn hefur einnig verið vinsæll hjá okkur fyrir þá sem vilja stunda einhverja útivist áður en sest er að borðum. Þá er gott að liðka beinin og hrista hópinn saman í pottinum." Vignir segir Skíðaskálann vera með samning við tvær eldhressar hljómsveitir, Úlfana og Sælusveitina, sem haldi ávallt stemningunni góðri. Að hans sögn spila þær allrahanda tónlist sem allir þekkja og passar fyrir alla aldurshópa. Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.