Lífið

Næst stærsta skemmtihús landsins

"Ég byggði þetta hús gagngert til að taka þátt í veislu- og skemmtanamarkaðnum," segir Lúðvík Halldórsson eigandi Gullhamra í Grafarholtinu. Í Gullhömrum eru þrír glæsilegir mismunandi stórir salir sem ætlaðir eru til hátíðarhalda, dansleiki, tónleika og ráðstefnur. "Við erum líklega með eitt öflugasta eldhúsið á landinu og finnum svo skemmtiaðatriðin út í sameiningu með forráðamönnum fyrirtækjanna," segir Lúðvík. "Hér er hægt að halda risa dansleiki enda hygg ég að við séum með næst stærsta skemmtihús landins, það næsta á eftir Broadway. Hér eru allir á sama gólfi og hér sjá allir á sviðið," segir Halldór og bætir við að hljómburðurinn og hljóðkerfið í húsinu sé til fyrirmyndar. Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.