Lífið

Nútímaleg og fyndin dansverk

Gengið hefur verið frá dagskránni fyrir laugardagskvöldið 12. mars en þá mun hinn heimsfrægi Pilobolus dansflokkur stíga á stokk í Laugardalshöllinni. Flokkurinn hefur ferðast um allan heim síðastliðin 30 ár og Ísland er eitt fárra landa sem hópurinn hefur ekki heimsótt áður. Dagskrá sýningarinnar hérlendis var hönnuð með tilliti til þess að um er að ræða fyrstu heimsókn hópsins til Íslands. Sýningin mun því einkennast af fjölbreyttu úrvali úr 30 ára sögu flokksins með léttum, hröðum, kraftmiklum, nútímalegum og ekki síður fyndnum verkum. Robby Barnett er einn af stofnendum flokksins og höfundur stefnu þeirra. "Þetta er ein glæsilegasta dagskrá sem við höfum sett saman. Við getum ekki beðið eftir að koma til Íslands og ég er viss um að áhorfendur ykkar eiga eftir að skemmta sér stórkostlega," sagði hann. Undirbúningur fyrir standsetningu Laugardalshallar fyrir sýningu Pilobolus gengur vel og eftir sýninguna verður Höllinni lokað þar til í september þegar hún opnar aftur í nýjum búningi. Pilobolus-hópurinn gerir miklar kröfur um allan aðbúnað og því verður Höllin klædd í áður óþekktan búning að kvöldi 12. mars þegar dansararnir sýna okkur listir sínar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.