Lífið

Mellur í stríði við femínista

Fókus fylgir DV á föstudögum. Í blaðinu í dag er að finna viðtöl við franska dansarann Alexöndru Gilbert, Elmu Dögg Gonzalez úr Jing Jang, pönkrokk hljómsveitina Innvortis og marga fleiri. Djammkortið er svo líka á sínum stað. Einnig er viðtal við stelpurnar sem standa að síðunni mellur.net en þær áttu nýlega í útistöðum við femínista á netinu.   Bloggsíða sem fimm stelpur á Ísafirði halda úti hefur verið að fá mikla athygli undanfarið. Sérstaklega hefur verið talað um nafnið á heimasíðunni sem er Mellur.net. "Við settum síðuna upp af því að við vorum duglegar að taka myndir á djamminu og vildum gera sameiginlega bloggsíðu. Nafnið á síðunni er algjör einkahúmor og er komið frá kærasta einnar okkar sem tók upp á því að kalla okkur þetta. Mella er sönn vinkona sem er alltaf til staðar og til í fíflaskap," segja stelpurnar. Þeim finnst æðislegt að búa á Ísafirði. "Sumum gæti fundist rólegheitin og úrvalsleysið leiðinlegt til lengdar en maður þarf bara að vera duglegur að finna sér eitthvað að gera. Kannski þess vegna sem við erum svona duglegar að fíflast, eins og að fara út og leika okkur í snjónum, gera stuttmyndir og margt fleira." Mellurnar lentu svo í rifrildi við femínista á netinu. "Það var settur upp þráður og spurt var "Ný heimasíða mellur.net, hvað finnst ykkur um hana?" Stelpurnar vilja meina að það hafi verið einn af kallarnir.is sem setti þráðinn upp hjá femínistunum. Afganginn af viðtalinu, meðmæli vikunnar, væntanlegar plötur næstu viku og margt fleira er að finna í Fókus sem fylgir DV á föstudögum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.