Sannkölluð rapporgía 13. október 2005 15:31 Í kvöld verður allt troðfullt af röppurum á Nasa, bæði erlendum og innlendum. Masta Ace, sem er búinn að vera í bransanum í fimmtán ár og hefur starfað með helstu rappstjörnunum samtímans, er kominn til landsins og með honum í för er Wordsworth, sem sló í gegn í þáttunum Lyricist Lounge á MTV. Allt um það í Fókus, sem fylgir DV í dag. Þó Masta Ace hafi verið lengi í bransanum er hann ekki af baki dottinn. Hann var valinn einn af röppurum ársins árið 2004 af helstu hiphop tímaritum og tónlistarspekúlöntum um allan heim. Platan hans A Long Hot Summer hefur einnig hlotið lof gagnrýnenda sem ein af hiphop plötum ársins. Kallinn er þó ekki einhver nýgræðingur heldur kom hann fyrst fram á sjónarsviðið árið 1988 í laginu The Symphony og var þá í slagtogi með helstu mönnum þess tíma eins og Big Daddy Kane, Marley Marl og Kool G Rap. Hann hefur gefið út fimm plötur síðan þá og nýlega gaf hann út lag með Eminem. Hann verður þó ekki einn á ferð heldur verður rapparinn Wordsworth með í för. Hann hefur líka verið að fá mikla athygli undanfarið. Bæði fyrir að hafa komið fram á plötum með til dæmis A Tribe Called Quest og svo gaf hann líka sjálfur út plötu sem heitir Mirror Music og hefur verið að fá mjög góða dóma. Upphitunin verður ekki af verri endanum og verður í höndum heitustu hiphop hljómsveita á Íslandi í dag. Forgotten Lores munu spila læf og þeir eru þekktir fyrir mjög góða sviðsframkomu. Þeir hafa gefið út plötuna Týndi hlekkurinn og stutt er síðan þeir fóru út til Washington að spila fyrir tilstilli Airwaves hátíðarinnar. Rapparinn Tiny sem er einn af meðlimum Quarashi mun að þessu sinni koma einn fram. Hann mun flytja efni sem hann er að vinna að einsamall ásamt því sem hann mun taka nokkur sérútbúin Quarashi lög sérstaklega fyrir þessa tónleika. Listinn af upphitunarböndum er hvergi nærri búinn því að Antlew/Maximum munu einnig koma fram. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu núna fyrir jól en hafa unnið saman í nokkur ár. Það verða líka tveir helstu plötusnúðar landsins sem munu sýna snilli sína á milli atriða og spila svo áfram fram á nótt. Þeir Dj Gísli Galdur og Dj B-ruff hafa ekki svikið neinn hingað til og fara væntanlega ekki að byrja á því núna. "Þetta verður alveg brjálað partý," segir Róbert Aron Magnússon, betur þekktur sem Robbi chronic. "Masta Ace mun spila í tæpan klukkutíma en það fer bara allt eftir stemningu og flæði. Ég er líka búinn að heyra það að hann sé með alveg svakalegt sjó og þetta eru rosalega hressir gæjar." Þessir þéttu tónleikar verða sem áður segir á NASA og húsið opnar kl. 23. Það er 20 ára aldurstakmark og það kostar 1000 kall inn. Fyrir þá sem eru ekki komnir með aldur þá verða Masta Ace og Wordsworth í Smash í Kringlunni frá kl.17-18 í dag og munu taka nokkur lög og árita diska. Meira um tónleikana í Fókus, sem fylgir DV í dag. Í blaðinu er að finna viðtal við Elmu Dögg Gonzalez úr Jing Jang, Idolstjörnur síðasta árs eru leitaðar uppi og Agli Gillzenegger finnst gott að vera hnakki og útskýrir af hverju í pistlinum sínum Kallinn á kæjanum. Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Í kvöld verður allt troðfullt af röppurum á Nasa, bæði erlendum og innlendum. Masta Ace, sem er búinn að vera í bransanum í fimmtán ár og hefur starfað með helstu rappstjörnunum samtímans, er kominn til landsins og með honum í för er Wordsworth, sem sló í gegn í þáttunum Lyricist Lounge á MTV. Allt um það í Fókus, sem fylgir DV í dag. Þó Masta Ace hafi verið lengi í bransanum er hann ekki af baki dottinn. Hann var valinn einn af röppurum ársins árið 2004 af helstu hiphop tímaritum og tónlistarspekúlöntum um allan heim. Platan hans A Long Hot Summer hefur einnig hlotið lof gagnrýnenda sem ein af hiphop plötum ársins. Kallinn er þó ekki einhver nýgræðingur heldur kom hann fyrst fram á sjónarsviðið árið 1988 í laginu The Symphony og var þá í slagtogi með helstu mönnum þess tíma eins og Big Daddy Kane, Marley Marl og Kool G Rap. Hann hefur gefið út fimm plötur síðan þá og nýlega gaf hann út lag með Eminem. Hann verður þó ekki einn á ferð heldur verður rapparinn Wordsworth með í för. Hann hefur líka verið að fá mikla athygli undanfarið. Bæði fyrir að hafa komið fram á plötum með til dæmis A Tribe Called Quest og svo gaf hann líka sjálfur út plötu sem heitir Mirror Music og hefur verið að fá mjög góða dóma. Upphitunin verður ekki af verri endanum og verður í höndum heitustu hiphop hljómsveita á Íslandi í dag. Forgotten Lores munu spila læf og þeir eru þekktir fyrir mjög góða sviðsframkomu. Þeir hafa gefið út plötuna Týndi hlekkurinn og stutt er síðan þeir fóru út til Washington að spila fyrir tilstilli Airwaves hátíðarinnar. Rapparinn Tiny sem er einn af meðlimum Quarashi mun að þessu sinni koma einn fram. Hann mun flytja efni sem hann er að vinna að einsamall ásamt því sem hann mun taka nokkur sérútbúin Quarashi lög sérstaklega fyrir þessa tónleika. Listinn af upphitunarböndum er hvergi nærri búinn því að Antlew/Maximum munu einnig koma fram. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu núna fyrir jól en hafa unnið saman í nokkur ár. Það verða líka tveir helstu plötusnúðar landsins sem munu sýna snilli sína á milli atriða og spila svo áfram fram á nótt. Þeir Dj Gísli Galdur og Dj B-ruff hafa ekki svikið neinn hingað til og fara væntanlega ekki að byrja á því núna. "Þetta verður alveg brjálað partý," segir Róbert Aron Magnússon, betur þekktur sem Robbi chronic. "Masta Ace mun spila í tæpan klukkutíma en það fer bara allt eftir stemningu og flæði. Ég er líka búinn að heyra það að hann sé með alveg svakalegt sjó og þetta eru rosalega hressir gæjar." Þessir þéttu tónleikar verða sem áður segir á NASA og húsið opnar kl. 23. Það er 20 ára aldurstakmark og það kostar 1000 kall inn. Fyrir þá sem eru ekki komnir með aldur þá verða Masta Ace og Wordsworth í Smash í Kringlunni frá kl.17-18 í dag og munu taka nokkur lög og árita diska. Meira um tónleikana í Fókus, sem fylgir DV í dag. Í blaðinu er að finna viðtal við Elmu Dögg Gonzalez úr Jing Jang, Idolstjörnur síðasta árs eru leitaðar uppi og Agli Gillzenegger finnst gott að vera hnakki og útskýrir af hverju í pistlinum sínum Kallinn á kæjanum.
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira