Frönsk bóhem-dansdrottning 13. október 2005 15:31 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Í blaðinu í dag er að finna viðtal við Elmu Dögg Gonzalez úr Jing Jang, komist er að því hver Dj Musician er og Egill Gillzenegger fjallar um muninn á hnökkum og treflum í pistlinum sínum Kallinn á kæjanum. Svo er viðtal við franska dansarann Alexöndru Gilbert sem dansar í Borgarleikhúsinu í kvöld Í kvöld verður frumsýnt nýtt verk í Borgarleikhúsinu. Það heitir Við erum öll Marlene Dietrich FOR og er eftir Ernu Ómarsdóttur dansara og Emil Hrvatin. Í verkinu er fólk frá ýmsum löndum og þar á meðal er Alexandra Gilbert. Alexandra er hálf-frönsk og hálf-víetnömsk. Hún er 28 ára gömul og býr í París. Hún byrjaði að læra dans um 12 ára aldur og nam svo við Centre National de Danse Contemporaire d´Angers dansskólann og lauk honum 1996. Hún hefur verið dansandi síðan. Dansinn er númer eitt "Ég byrjaði strax að dansa eftir skólann og hef ekkert stoppað," segir Alexandra og brosir. Aðspurð hvort að dansinn sé ástríðan í lífi hennar segir hún: "Já, dansinn er ástríða mín en það eru líka aðrir hlutir sem mér finnst gaman að gera." Hún segir að það hafi verið mjög gott að æfa verkið á Íslandi. "Það er auðvitað mikið stress á okkur núna enda stutt í frumsýningu og allir eru frekar upptrekktir. Ég held að við séum öll mjög þreytt og undir miklu álagi. Enda erum við búin að vera að vinna mikið." Hópurinn samanstendur af fólki frá Belgíu, Frakklandi, Slóveníu, Íslandi, Englandi og Hollandi þannig að þetta er ólíkur og lifandi hópur. Næturlífið geðveikt Alexandra neyðist til að viðurkenna að hafa ekkert ferðast um landið. "Ég hef ekki séð neitt, þegar við höfum verið í fríi hef ég bara kúplað mig út og farið í sund. Það hefur verið mjög gott að vera hérna og fólkið hérna er mjög vinalegt og barirnir eru mjög fínir," segir Alexandra og hlær. "Ég er nefnilega búin að sjá næturlífið og það er frábært. Alveg geðveikt." Afganginn af viðtalinu, hvað er að finna í leikhúsunum og margt fleira er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag. Tékkið líka á hinni myndinni af Alexöndru með því að fletta hérna fyrir ofan. Hún er tekin af æfingu á Við erum öll Marlene Dietrich FOR. Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Í blaðinu í dag er að finna viðtal við Elmu Dögg Gonzalez úr Jing Jang, komist er að því hver Dj Musician er og Egill Gillzenegger fjallar um muninn á hnökkum og treflum í pistlinum sínum Kallinn á kæjanum. Svo er viðtal við franska dansarann Alexöndru Gilbert sem dansar í Borgarleikhúsinu í kvöld Í kvöld verður frumsýnt nýtt verk í Borgarleikhúsinu. Það heitir Við erum öll Marlene Dietrich FOR og er eftir Ernu Ómarsdóttur dansara og Emil Hrvatin. Í verkinu er fólk frá ýmsum löndum og þar á meðal er Alexandra Gilbert. Alexandra er hálf-frönsk og hálf-víetnömsk. Hún er 28 ára gömul og býr í París. Hún byrjaði að læra dans um 12 ára aldur og nam svo við Centre National de Danse Contemporaire d´Angers dansskólann og lauk honum 1996. Hún hefur verið dansandi síðan. Dansinn er númer eitt "Ég byrjaði strax að dansa eftir skólann og hef ekkert stoppað," segir Alexandra og brosir. Aðspurð hvort að dansinn sé ástríðan í lífi hennar segir hún: "Já, dansinn er ástríða mín en það eru líka aðrir hlutir sem mér finnst gaman að gera." Hún segir að það hafi verið mjög gott að æfa verkið á Íslandi. "Það er auðvitað mikið stress á okkur núna enda stutt í frumsýningu og allir eru frekar upptrekktir. Ég held að við séum öll mjög þreytt og undir miklu álagi. Enda erum við búin að vera að vinna mikið." Hópurinn samanstendur af fólki frá Belgíu, Frakklandi, Slóveníu, Íslandi, Englandi og Hollandi þannig að þetta er ólíkur og lifandi hópur. Næturlífið geðveikt Alexandra neyðist til að viðurkenna að hafa ekkert ferðast um landið. "Ég hef ekki séð neitt, þegar við höfum verið í fríi hef ég bara kúplað mig út og farið í sund. Það hefur verið mjög gott að vera hérna og fólkið hérna er mjög vinalegt og barirnir eru mjög fínir," segir Alexandra og hlær. "Ég er nefnilega búin að sjá næturlífið og það er frábært. Alveg geðveikt." Afganginn af viðtalinu, hvað er að finna í leikhúsunum og margt fleira er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag. Tékkið líka á hinni myndinni af Alexöndru með því að fletta hérna fyrir ofan. Hún er tekin af æfingu á Við erum öll Marlene Dietrich FOR.
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira