Rekin úr Idol og ráðin á PoppTíví 13. október 2005 15:31 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DVí dag. Að venju er af mörgu skemmtilegu að taka. Talað er við franska fegurðardís sem dansar með Ernu Ómars í Borgarleikhúsinu, mellur.net segja frá stríði sínu við feminísta og Idol-keppendur síðasta árs eru leitaðir uppi. Forsíðu blaðsins prýðir Elma Dögg Gonzalez, sem fólk ætti að kannast við úr Jing Jang á PoppTíví. Þegar ljóst var að strákarnir í 70 mínútum færu yfir á Stöð 2 þurftu PoppTíví-menn að leggja höfuðin í bleyti. Ekki var hægt að nota sama konsept, það fylgir Strákunum. Ákveðið var að keyra á Huga, þeim eina sem eftir var, og láta hann stjórna spurningaþættinum Jing Jang. Honum til aðstoðar voru síðan fengin Þorkell Máni Pétursson og Elma Dögg Gonzales, sem uppgötvaðist eftir þáttöku í forkeppni Idol Stjörnuleitar nú í haust. "Þau voru vond við mig. En ég klikkaði líka big time," segir Elma Dögg um þáttöku sína í Idol Stjörnuleit í haust. Klikkið kom þó ekki að sök þar sem Elmu var í kjölfarið boðið að vera í spurningaþættinum Jing Jang, sem er nú sýndur fimm sinnum í viku á PoppTíví.: Ekki með háa greindarvísitölu Elma þótti svo hress og skemmtileg í Idolinu að augun beindust fljótt að henni þegar velja átti í Jing Jang. Þetta er "óhefðbundinn" spurningaþáttur þar sem Hugi er spyrillinn. Til að byrja með var Eyvindur nokkur Karlsson með honum en það virðist ekki hafa gengið upp því Hugi er nú einn eftir. Máni og Elma fá síðan til sín gesti í hvern þátt til að reyna að brillera í keppninni. Það gengur misjafnlega. "Ég finn að ég er ekki með of háa greindarvísitölu í þessum þáttum," segir Elma í gríni. "Málið er að ég hef ekki áhuga á öllu. Það sem vekur ekki áhuga minn leiði ég hjá mér." Elma lýsir því hvernig fjölskyldumeðlimir eiga það til að skamma hana eftir þætti. En hún tekur sjálfa sig ekki alvarlega og veit að gott sjónvarp felst ekki í fullkominni framkomu. "Ég er líka með svo frjótt ímyndunarafl að ég þarf að passa mig. Að tala ekki áður en ég hugsa. Ég þarf að halda aftur af mér," segir Elma og viðurkennir að þetta viðhorf lykti af tepruskap. "Hann er tilkominn vegna þess að þjóðfélagið virðist vera mjög viðkvæmt fyrir því sem maður segir. Ég get verið svo kjaftfor. Þarf að hafa hemil á mér. Eftir einn þátt um daginn hringdi mamma í mig og sagði: "Elma Dögg, annaðhvort hættirðu í þessum þáttum eða bindur hnút á tunguna á þér." Ég svaraði henni bara að þetta væri minn þáttur en ekki hennar." Er stimpluð ljóska Eitt umtalað atvik var um daginn þegar spurt var í hraðaspurningum hver forsætisráðherra Íslands væri. Það hlakkaði í áhorfendum þegar Elma og liðsfélagi hennar svöruðu engu en Máni og félagi hans nefndu Ólaf Ragnar Grímsson. "Það er pressa á manni þarna. En þótt þeir hafi svarað vitlaust, sama hvort þeir misheyrðu spurninguna eða ekki, þá er ég stimpluð ljóskan ..." Afganginn af viðtalinu, djammkortið og margt fleira er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag. Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DVí dag. Að venju er af mörgu skemmtilegu að taka. Talað er við franska fegurðardís sem dansar með Ernu Ómars í Borgarleikhúsinu, mellur.net segja frá stríði sínu við feminísta og Idol-keppendur síðasta árs eru leitaðir uppi. Forsíðu blaðsins prýðir Elma Dögg Gonzalez, sem fólk ætti að kannast við úr Jing Jang á PoppTíví. Þegar ljóst var að strákarnir í 70 mínútum færu yfir á Stöð 2 þurftu PoppTíví-menn að leggja höfuðin í bleyti. Ekki var hægt að nota sama konsept, það fylgir Strákunum. Ákveðið var að keyra á Huga, þeim eina sem eftir var, og láta hann stjórna spurningaþættinum Jing Jang. Honum til aðstoðar voru síðan fengin Þorkell Máni Pétursson og Elma Dögg Gonzales, sem uppgötvaðist eftir þáttöku í forkeppni Idol Stjörnuleitar nú í haust. "Þau voru vond við mig. En ég klikkaði líka big time," segir Elma Dögg um þáttöku sína í Idol Stjörnuleit í haust. Klikkið kom þó ekki að sök þar sem Elmu var í kjölfarið boðið að vera í spurningaþættinum Jing Jang, sem er nú sýndur fimm sinnum í viku á PoppTíví.: Ekki með háa greindarvísitölu Elma þótti svo hress og skemmtileg í Idolinu að augun beindust fljótt að henni þegar velja átti í Jing Jang. Þetta er "óhefðbundinn" spurningaþáttur þar sem Hugi er spyrillinn. Til að byrja með var Eyvindur nokkur Karlsson með honum en það virðist ekki hafa gengið upp því Hugi er nú einn eftir. Máni og Elma fá síðan til sín gesti í hvern þátt til að reyna að brillera í keppninni. Það gengur misjafnlega. "Ég finn að ég er ekki með of háa greindarvísitölu í þessum þáttum," segir Elma í gríni. "Málið er að ég hef ekki áhuga á öllu. Það sem vekur ekki áhuga minn leiði ég hjá mér." Elma lýsir því hvernig fjölskyldumeðlimir eiga það til að skamma hana eftir þætti. En hún tekur sjálfa sig ekki alvarlega og veit að gott sjónvarp felst ekki í fullkominni framkomu. "Ég er líka með svo frjótt ímyndunarafl að ég þarf að passa mig. Að tala ekki áður en ég hugsa. Ég þarf að halda aftur af mér," segir Elma og viðurkennir að þetta viðhorf lykti af tepruskap. "Hann er tilkominn vegna þess að þjóðfélagið virðist vera mjög viðkvæmt fyrir því sem maður segir. Ég get verið svo kjaftfor. Þarf að hafa hemil á mér. Eftir einn þátt um daginn hringdi mamma í mig og sagði: "Elma Dögg, annaðhvort hættirðu í þessum þáttum eða bindur hnút á tunguna á þér." Ég svaraði henni bara að þetta væri minn þáttur en ekki hennar." Er stimpluð ljóska Eitt umtalað atvik var um daginn þegar spurt var í hraðaspurningum hver forsætisráðherra Íslands væri. Það hlakkaði í áhorfendum þegar Elma og liðsfélagi hennar svöruðu engu en Máni og félagi hans nefndu Ólaf Ragnar Grímsson. "Það er pressa á manni þarna. En þótt þeir hafi svarað vitlaust, sama hvort þeir misheyrðu spurninguna eða ekki, þá er ég stimpluð ljóskan ..." Afganginn af viðtalinu, djammkortið og margt fleira er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag.
Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira