Sport

Beckham dvínar í vinsældum

Vinsældir David Beckham eru að minnka ef eitthvað er að marka niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem stuðningsmenn 120 félaga tóku að sér að sjá um fyrir skemmstu. 2000 manns voru spurðir um frá hvaða knattspyrnumanni þeir vildu helst fá eiginhandaráritun hjá. Niðurstöður könnunarinnar vekja töluverða athygli; goðsögnin Pele var sá sem trónaði á toppi listans og efstu þrjú sætin skipa leikmenn sem allir hafa lagt skóna á hilluna. Það sem hins vegar kemur einna mest á óvart er að sjálfur David Beckham lenti ekki í nema 5. sæti og var til að mynda sæti aftar en Thierry Henry hjá Arsenal. Ekki ber á öðru en að heimsyfirráð Beckhams í vinsældum séu að dvína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×