Sport

Scott Cassie ekki til ÍA

Stjórn og þjálfari Knattspyrnufélags ÍA hafa tekið þá ákvörðun um að fá skoska leikmanninn, Scott Cassie, ekki til liðs við félagið. Fyrirhugað var að Cassie kæmi í síðustu viku en þar sem leikmaðurinn var meiddur var því frestað. Á endanum var síðan fyrrgreind niðurstaða tekin og mun því Cassie ekki fá það tækifæri til að heilla þjálfara ÍA til að komast að hjá félaginu. Skagamenn eru þó að vinna að því að fá leikmenn frá enska 1. deildarliðinu Reading að láni í sumar. Eins og staðan er í dag er Ólafur Þórðarson að skoða mögulega leikmenn í samráði við Ívar Ingimarsson, leikmann Reading. Það er því nokkuð ljóst að einhverjir leikmenn enska liðsins komi til liðs við félagið á næstu vikum þó svo það er ekki enn ljóst hvaða leikmenn það verða eða hversu margir. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×