Græðarar vilja fá starfsfrið 3. febrúar 2005 00:01 "Við viljum fyrst og fremst frið til að starfa," sagði Sigrún Sól Sólmundardóttir formaður Bandalags íslenskra græðara. Hún sagði að græðarar vildu fá viðurkenningu sem starfsstétt og gætu fengið þau aðföng og annað sem þeir þyrftu til síns starfs. Það væri alltaf verið að stöðva innflutning á þeim, meðal annars af hálfu Lyfjaeftirlitsins. Talsverð hreyfing hefur verið á málefnum græðara, nú síðast þegar Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi frumvarp um starfsemi þeirra. Markmið þess er að stuðla að öryggi þeirra sem leita eftir heilsutengdri þjónustu græðara og verði í þeim tilgangi komið á fót frjálsu skráningarkerfi fyrir græðara í umsjá Bandalags íslenskra græðara. Sjúkratryggingar muni ekki koma til með að greiða eða taka þátt í kostnaði einstaklinga sem leita eftir heilsutengdri þjónustu græðara, að því er fram kemur í frumvarpinu. Það gerir ráð fyrir lítilsháttar eftirliti með umsýslu af hálfu landlæknis og heilbrigðisyfirvalda en kostnaður ríkissjóðs vegna þeirrar vinnu er óverulegur. Málið er nú statt í heilbrigðis- og tryggingamálanefnd. "Þarna er verið að búa til lagaramma um þessar "óhefðbundnu" greinar en fram til þessa hefur hann ekki verið til," sagði Sigrún Sól. "Við fáum þó ekki löggildingu, heldur annars konar viðurkenningu stjórnvalda, að því er okkur hefur verið tjáð. Svo á eftir að koma í ljós hvað það þýðir. Við vitum að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið verður okkar ráðuneyti. En nú erum við í biðstöðu meðan málið er í þingnefnd. Sigrún Sól sagði að græðarar vildu fyrst og fremst fá viðurkenningu á því að þeir ynnu forvarnarstarf. Óskastaðan væri að þeir fengju aðstöðu inni á Reykjalundi, á heilsustofnuninni í Hveragerði og á öðrum uppbyggingarstöðum, svo og á vinnustöðum. "Við viljum starfsleyfi í rauninni," sagði Sigrún Sól og bætti við að græðarar væru orðin fjölmenn stétt. Í bandalaginu væru átta aðildarfélög með um 500 félagsmönnum, sem hefðu 2 - 5 ára nám á bak við sitt starf. Þeir vildu fyrst og fremst viðurkenningu á því. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
"Við viljum fyrst og fremst frið til að starfa," sagði Sigrún Sól Sólmundardóttir formaður Bandalags íslenskra græðara. Hún sagði að græðarar vildu fá viðurkenningu sem starfsstétt og gætu fengið þau aðföng og annað sem þeir þyrftu til síns starfs. Það væri alltaf verið að stöðva innflutning á þeim, meðal annars af hálfu Lyfjaeftirlitsins. Talsverð hreyfing hefur verið á málefnum græðara, nú síðast þegar Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi frumvarp um starfsemi þeirra. Markmið þess er að stuðla að öryggi þeirra sem leita eftir heilsutengdri þjónustu græðara og verði í þeim tilgangi komið á fót frjálsu skráningarkerfi fyrir græðara í umsjá Bandalags íslenskra græðara. Sjúkratryggingar muni ekki koma til með að greiða eða taka þátt í kostnaði einstaklinga sem leita eftir heilsutengdri þjónustu græðara, að því er fram kemur í frumvarpinu. Það gerir ráð fyrir lítilsháttar eftirliti með umsýslu af hálfu landlæknis og heilbrigðisyfirvalda en kostnaður ríkissjóðs vegna þeirrar vinnu er óverulegur. Málið er nú statt í heilbrigðis- og tryggingamálanefnd. "Þarna er verið að búa til lagaramma um þessar "óhefðbundnu" greinar en fram til þessa hefur hann ekki verið til," sagði Sigrún Sól. "Við fáum þó ekki löggildingu, heldur annars konar viðurkenningu stjórnvalda, að því er okkur hefur verið tjáð. Svo á eftir að koma í ljós hvað það þýðir. Við vitum að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið verður okkar ráðuneyti. En nú erum við í biðstöðu meðan málið er í þingnefnd. Sigrún Sól sagði að græðarar vildu fyrst og fremst fá viðurkenningu á því að þeir ynnu forvarnarstarf. Óskastaðan væri að þeir fengju aðstöðu inni á Reykjalundi, á heilsustofnuninni í Hveragerði og á öðrum uppbyggingarstöðum, svo og á vinnustöðum. "Við viljum starfsleyfi í rauninni," sagði Sigrún Sól og bætti við að græðarar væru orðin fjölmenn stétt. Í bandalaginu væru átta aðildarfélög með um 500 félagsmönnum, sem hefðu 2 - 5 ára nám á bak við sitt starf. Þeir vildu fyrst og fremst viðurkenningu á því.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira