Lífið

Sló í gegn á ítölsku

"Ég bjó einn vetur í Mílanó þar sem ég var á Erasmus-styrk og nam hagfræði við Bocconi-viðskiptaháskólann," segir Eyrún. "Það var skemmtileg reynsla að fara í svona skiptinemaprógramm. Öll kennslan var að vísu á ensku og það var mikið af útlendingum þar. Fyrir vikið tengdist ég þessum alþjóðlega hópi meira en Ítölunum og það bitnaði svolítið á ítölskunni. Ég tala hana því ekki reiprennandi en það stendur þó til bóta." Eyrún, sem hefur staðið sig vel í Kastljósinu frá því hún tók við af Svanhildi Hólm, segist einnig tala ensku og dönsku, eins og flestir Íslendingar. "Síðan kann ég einhverja smá menntaskólaþýsku og gæti sennilega bjargað mér á henni," segir sjónvarpskonan sem gæti vel hugsað sér að setjast að á Ítalíu. "Það er gaman að vera þar og maturinn er alveg dásamlegur." Viðtalið við Robertino var tekið í desember þegar hann heimsótti landið og hélt tónleika í Broadway. Það var hins vegar ekki sýnt fyrr en nú. Annars er það að frétta af Robertino að fyrir liggur að hann verði gefinn út í Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Belgíu og Hollandi. "Við ætlum að gefa hann út í þeim Evrópulöndum sem hann heimsótti sem barn," segir Óttar Felix Hauksson, útgefandi hjá Zonet. Óttar Felix segir stórsöngvarann hinn hressasta en þeir töluðust við í vikunni. Þegar er búið að gefa Robertino út á Norðurlöndunum og fór diskurinn hans meðal annars inn á topp tíu listann í Danmörku. "Auk Evrópulandanna hafa komið fyrirspurnir frá Tævan, Kóreu, Ísrael og Bandaríkjunum. Auk þess er búið að bjóða honum á listahátíðina í Sjanghæ," segir Óttar Felix en Robertino er sem stendur á tónleikaferðalagi um Norðurlöndin. "Annars biður hann kærlega að heilsa Íslendingum. Honum þykir vænt um landið og stefnir á að koma aftur hingað."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.