Lífið

The Edge höfðar mál

The Edge, gítarleikari rokksveitarinnar U2, hefur höfðað mál gegn írska dagblaðinu Sunday World eftir að það birti ítarlega frétt um veikindi eins ættingja hans. Vegna veikindanna ákvað sveitina að fresta Vertigo-tónleikaferð sinni um heiminn um einn mánuð. Eftir að fréttin birtist var hún dregin til baka í seinni útgáfu blaðsins eftir að lögfræðingur The Edge lét setja á lögbann sem bannaði blaðinu að fjalla um málið. Öðrum blöðum var einnig bannað að endurtaka fréttina. Réttarhöld í málinu hefjast eftir tvær vikur. Lögfræðingar Sunday World segja blaðið með öllu saklaust. Það hafi aðeins greint frá veikindunum vegna þess að þau urðu til þess að tónleikaferðinni var frestað. Ferðin átti að hefjast 1. mars en var frestað til 28. sama mánaðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.