Lífið

Heilmikil aukning í sölu lopa

Lopapeysan virðist hafa aukið vinsældir sínar í vetur meðal Íslendinga og þá helst hjá yngri kynslóðinni. Í versluninni Islandia í Kringlunni fengust þær upplýsingar að aukin eftirspurn væri á íslensku lopapeysunni meðal Íslendinga. Mikið af ungu fólki komi og spyrjist fyrir um þær og eru þá helst renndar peysur með og án hettu vinsælastar. Mest er eftirspurnin í peysum sem eru hvítar í grunninn með brúnum bekk en stundum sé beðið um bleikan bekk. Framleiðendur Álafosslopans staðfesta þetta og segja að heilmikil aukning hafi verið í sölu lopans og mikið um að fólk sé að prjóna lopapeysurnar sjálft. Rennd lopapeysa í verslun Islandia, sem kemur frá prjónakonu, kostar 10.995 kr. en peysa sem fyrirtækið Cintamani framleiðir kostar 19.960 kr.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.