Innlent

250 þúsund til að rétta námið af

Grunnskólar Reykjanesbæjar fá hver um sig 250 þúsund króna styrk frá bæjaryfirvöldum. Styrkina á að nýta til að bæta nemendur 10. bekkja skólanna í stærðfræði og íslensku fyrir samræmd próf í vor. Skólastjórum er samkvæmt vef Reykjanesbæjar gert að ákveða hvaða leið verði farin til verksins. Mögulegt sé að mynda námshópa í samvinnu við foreldra. Kennarar geti verið með ráðgjöf eða kennslu ásamt foreldrum eða að námsráðgjafar geri námsáætlanir fyrir nemendur svo þeir fái yfirsýn yfir námið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×