Innlent

Fok á Akureyri

Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í gær og í nótt vegna veðurs. Vindhraða sló upp í þrjátíu metra þegar mest var og þakplötur og þakskyggni fóru af stað. Miklir vindstrengir verða þegar gerir hvassa suðvestanátt á Akureyri og ganga þeir annars vegar niður Glerárdalinn við Dvergastein og svo niður Hörgárdal. Veður lægði nú undir morgun og falleg glitský gleðja nú augu árrisulla Akureyringa. Nóttin var einnig erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Drykkjulæti og slagsmál settu svip sinn á næturlífið í miðborginni. Þótt slíkt sé engin nýlunda var þó meira um óskpektir síðastliðna nótt en alla jafna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×