Innlent

Illa gengur með Dettifoss

Dettifoss lónar enn stjórnlaus með brotið stýrisblað um 23 sjómílur úti fyrir Reyðarfirði. Varðskipin Týr og Ægir hafa nú í á annan sólarhring barist við að draga skipið til hafnar en illa gengur. Haugasjór er á svæðinu og mikill veltingur og hefur taugin sem liggur í Dettifoss tvisvar sinnum slitnað, síðast síðla dags í gær. Ákveðið hefur verið að reyna ekki frekari björgunaraðgerðir fyrr en veðrið gengur niður. Dettifoss er stærsta skip Eimskipa, ríflega 14 þúsund rúmlestir, en varðskipin eru aðeins um 1400 rúmlestir svo drátturinn reynist þungur, sérstaklega í vitlausu veðri eins og nú er.
MYND/Landhelgisgæslan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×