Innlent

Skærur milli flugfélaga

Starfsmaður Icelandair klippti auglýsingar Iceland Express úr bæklingum Ferðamálaráðs á ferðakaupstefnu á Spáni á miðvikudag. Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express, segir að það sé dýrt að kaupa auglýsingar í bæklingnum. "Það er sérkennilegt að starfsmenn Icelandair skemmi auglýsingar sem birtast í opinberum bæklingi." Hann segir þetta annað tilfellið á stuttum tíma sem félagið standi í skærum við Iceland Express. "Það er ekki langt síðan þeir tengdu netslóðina icelandexpress.org við heimasíðu Icelandair." Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúa Icelandair.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×