Hættir dreifingu fundargerða 28. janúar 2005 00:01 Utanríkismálanefnd hefur ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda. Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum. Á fundi nefndarinnar í dag var rætt um störf nefndarinnar og í lok umræðna var samþykkt svohljóðandi bókun sem ákveðið var að gerð yrði opinber: Að undanförnu hefur þess verið krafist að utanríkismálanefnd upplýsi hvað fram hafi farið á fundum nefndarinnar í tengslum við ákvörðun um stuðning við aðgerðir í Írak. Fjölmiðlar hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum sem ekki hefur verið unnt að veita þar sem um trúnaðarmál er að ræða, lögum samkvæmt.Föstudaginn 21. janúar 2005 birtist fréttaskýring í Fréttablaðinu þar sem að sögn er lýst orðaskiptum í utanríkismálanefnd á tveimur tilgreindum fundum, 19. febrúar og 21. mars 2003, og í umfjöllun blaðsins er látið í veðri vaka að blaðamaður hafi haft vitneskju um orðaskipti milli manna á lokuðum fundi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem upp hafa komið tilvik sem varða meðferð trúnaðarupplýsinga. Því er ástæða fyrir utanríkismálanefnd að taka þessi mál mjög föstum tökum.Samkvæmt 24. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og áratugalangri venju um þagnarskyldu nefndarmanna og um túlkun 24. gr. er allt það sem fram fer á fundum nefndarinnar trúnaðarmál nema annað sé tekið fram. Engin undantekning hefur verið gerð um meðferð þessa máls. Hið sama gildir um fundargerðir nefndarinnar sem jafnframt eru merktar sem trúnaðarmál og dreift til tiltekins hóps manna, sem er 32 einstaklingar. Þagnarskyldan gildir um alla sem fá trúnaðargögn afhent og felst m.a. í því að þeir mega ekki miðla upplýsingum til annarra, hvorki þingmanna eða óviðkomandi aðila.Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum og brýni fyrir þeim þau lagaákvæði sem um meðferð trúnaðargagna gilda og nauðsyn þess að virða trúnað. Að gefnu tilefni bendir utanríkismálanefnd á að brot af þessu tagi getur varðað refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum.Til að utanríkismálanefnd geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og til að tryggja sem best meðferð trúnaðargagna hefur nefndin ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið, og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda en sendar ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis. Tilhögun þessi gildir uns annað verður ákveðið.Samþykkt á fundi utanríkismálanefndar 28. janúar 2005. Að bókuninni stóðu Sólveig Pétursdóttir, formaður, Siv Friðleifsdóttir, varaformaður, Einar K. Guðfinnsson, Jónína Bjartmarz, Drífa Hjartardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sem samþykkti bókunina með fyrirvara. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Utanríkismálanefnd hefur ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda. Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum. Á fundi nefndarinnar í dag var rætt um störf nefndarinnar og í lok umræðna var samþykkt svohljóðandi bókun sem ákveðið var að gerð yrði opinber: Að undanförnu hefur þess verið krafist að utanríkismálanefnd upplýsi hvað fram hafi farið á fundum nefndarinnar í tengslum við ákvörðun um stuðning við aðgerðir í Írak. Fjölmiðlar hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum sem ekki hefur verið unnt að veita þar sem um trúnaðarmál er að ræða, lögum samkvæmt.Föstudaginn 21. janúar 2005 birtist fréttaskýring í Fréttablaðinu þar sem að sögn er lýst orðaskiptum í utanríkismálanefnd á tveimur tilgreindum fundum, 19. febrúar og 21. mars 2003, og í umfjöllun blaðsins er látið í veðri vaka að blaðamaður hafi haft vitneskju um orðaskipti milli manna á lokuðum fundi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem upp hafa komið tilvik sem varða meðferð trúnaðarupplýsinga. Því er ástæða fyrir utanríkismálanefnd að taka þessi mál mjög föstum tökum.Samkvæmt 24. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og áratugalangri venju um þagnarskyldu nefndarmanna og um túlkun 24. gr. er allt það sem fram fer á fundum nefndarinnar trúnaðarmál nema annað sé tekið fram. Engin undantekning hefur verið gerð um meðferð þessa máls. Hið sama gildir um fundargerðir nefndarinnar sem jafnframt eru merktar sem trúnaðarmál og dreift til tiltekins hóps manna, sem er 32 einstaklingar. Þagnarskyldan gildir um alla sem fá trúnaðargögn afhent og felst m.a. í því að þeir mega ekki miðla upplýsingum til annarra, hvorki þingmanna eða óviðkomandi aðila.Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum og brýni fyrir þeim þau lagaákvæði sem um meðferð trúnaðargagna gilda og nauðsyn þess að virða trúnað. Að gefnu tilefni bendir utanríkismálanefnd á að brot af þessu tagi getur varðað refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum.Til að utanríkismálanefnd geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og til að tryggja sem best meðferð trúnaðargagna hefur nefndin ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið, og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda en sendar ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis. Tilhögun þessi gildir uns annað verður ákveðið.Samþykkt á fundi utanríkismálanefndar 28. janúar 2005. Að bókuninni stóðu Sólveig Pétursdóttir, formaður, Siv Friðleifsdóttir, varaformaður, Einar K. Guðfinnsson, Jónína Bjartmarz, Drífa Hjartardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sem samþykkti bókunina með fyrirvara.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira