Sport

A-landsliðið í snóker valið

A-landslið Íslands í snóker hefur verið valið fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer á Möltu í mars. Liðið skipa Jóhannes B. Jóhannesson, Brynjar Valdimarsson og Gunnar Hreiðarsson en sá síðastnefndi hefur oftast leikið með B-landsliðinu en vermir nú A-landsliðssæti að þessu sinni. Íslenska liðið hefur einu sinni unnið Evrópumeistaramótið en sá árangur náðist í febrúar árið 2002 þegar mótið fór fram hér á landi. Þá var Kristján Helgason í liðinu ásamt Jóhannesi og Brynjari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×