Er málfrelsi á netinu takmarkað? Guðmundur Magnússon skrifar 27. janúar 2005 00:01 Árið sem leið var "ár bloggsins" að mati bandaríska vikuritsins Time. Það stafar af því hve bloggiðkun hefur breiðst hratt út vestanhafs en þó ekki síður hinu hve blogg hefur komið með afdrifaríkum hætti við sögu bandarískra þjóðmála, Íraksstríðsins og forsetkosninganna. Blogg er áfram í sviðsljósinu þar vestra. Nú er spurt hvort til tíðinda dragi á þessu ári hvað varðar tjáningarfrelsi á netinu. Ástæðan er sú að hið öfluga stórfyrirtæki Apple hefur stefnt bloggara fyrir dómstól í Kaliforníu fyrir að birta á netinu staðreyndir sem skaðlegar hafa verið fyrir rekstur fyrirtækisins. Hér kann að vera í uppsiglingu prófmál um það hvað bloggarar mega og hvað þeir mega ekki. Það kann að hafa áhrif utan Bandaríkjanna. Málið snúst um vefsíðuna thinksecret.com sem nítján ára gamall piltur, Nick Clarelli, heldur úti. Hann hefur getið sér orð fyrir að birta framleiðsluleyndarmál Apple tölvufyrirtækisins áður en þau verða opinber. Clarelli, sem byrjaði á netinu fyrir fermingu, hefur margsinnis birt upplýsingar um tölvumál Apple sem af viðskiptaástæðum eiga að fara leynt. Einhver eða einhverjir innan fyrirtækisins koma reglulega boðum til hans með leynd, annað hvort með því að senda honum tölvupóst eða lesa inn á símsvara. Á forsíðu vefsíðunnar eru lesendur hvattir til að taka þátt í slíkum leik með áberandi pósttengli "Got Dirt?" og þar um streyma upplýsingar allan sólarhringinn. Lögfræðingar Apple segja að Clarelli sé markvisst og af ásetningi að misnota iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins. Honum sé fullkunnugt um að allir starfsmenn Apple skrifi undir þagnarheit og með upplýsingunum sé einhver að rjúfa þetta heit fyrir hvatningu Clarellis og þannig skaða fyrirtækið. Ákvæði eru í lögum í Kaliforníu sem banna slíka iðju. Lögmenn Clarellis segja á móti að ekkert banni honum að birta gögn sem hann fái á lögmætan hátt. Og bloggið hans segja þeir blaðamennsku og Clarelli blaðamann og það stríði gegn stjórnarskrárbundnum réttindum að knýja hann til að veita upplýsingar um heimildarmenn sína. Málið snýst með öðrum orðum um það hvort allir bloggarar séu blaðamenn og njóti sams konar verndar og þeir. Er blogg fjölmiðill sem njóta á réttinda í samræmi við það? Þá má segja að blaðamannastéttin teljist allfjölmenn. Kannanir benda til þess að 8 milljónir Bandaríkjamanna haldi úti bloggsíðum og þær séu reglulega lesnar af 32 milljónum manna. Lögfræðingar eru ósammála um möguleika Apple á að fá Clarelli dæmdan til að hætta iðju sinni en allir eru sammála um að málið hafi þýðingu fyrir netið og skilgreiningar á þeirri starfsemi sem þar fer fram. Fyrst og fremst sýni málið þó að blogg sé búið að marka sér sess í vitund manna sem sem alvöru iðja samhliða annarri tegund fjölmiðlunar.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Árið sem leið var "ár bloggsins" að mati bandaríska vikuritsins Time. Það stafar af því hve bloggiðkun hefur breiðst hratt út vestanhafs en þó ekki síður hinu hve blogg hefur komið með afdrifaríkum hætti við sögu bandarískra þjóðmála, Íraksstríðsins og forsetkosninganna. Blogg er áfram í sviðsljósinu þar vestra. Nú er spurt hvort til tíðinda dragi á þessu ári hvað varðar tjáningarfrelsi á netinu. Ástæðan er sú að hið öfluga stórfyrirtæki Apple hefur stefnt bloggara fyrir dómstól í Kaliforníu fyrir að birta á netinu staðreyndir sem skaðlegar hafa verið fyrir rekstur fyrirtækisins. Hér kann að vera í uppsiglingu prófmál um það hvað bloggarar mega og hvað þeir mega ekki. Það kann að hafa áhrif utan Bandaríkjanna. Málið snúst um vefsíðuna thinksecret.com sem nítján ára gamall piltur, Nick Clarelli, heldur úti. Hann hefur getið sér orð fyrir að birta framleiðsluleyndarmál Apple tölvufyrirtækisins áður en þau verða opinber. Clarelli, sem byrjaði á netinu fyrir fermingu, hefur margsinnis birt upplýsingar um tölvumál Apple sem af viðskiptaástæðum eiga að fara leynt. Einhver eða einhverjir innan fyrirtækisins koma reglulega boðum til hans með leynd, annað hvort með því að senda honum tölvupóst eða lesa inn á símsvara. Á forsíðu vefsíðunnar eru lesendur hvattir til að taka þátt í slíkum leik með áberandi pósttengli "Got Dirt?" og þar um streyma upplýsingar allan sólarhringinn. Lögfræðingar Apple segja að Clarelli sé markvisst og af ásetningi að misnota iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins. Honum sé fullkunnugt um að allir starfsmenn Apple skrifi undir þagnarheit og með upplýsingunum sé einhver að rjúfa þetta heit fyrir hvatningu Clarellis og þannig skaða fyrirtækið. Ákvæði eru í lögum í Kaliforníu sem banna slíka iðju. Lögmenn Clarellis segja á móti að ekkert banni honum að birta gögn sem hann fái á lögmætan hátt. Og bloggið hans segja þeir blaðamennsku og Clarelli blaðamann og það stríði gegn stjórnarskrárbundnum réttindum að knýja hann til að veita upplýsingar um heimildarmenn sína. Málið snýst með öðrum orðum um það hvort allir bloggarar séu blaðamenn og njóti sams konar verndar og þeir. Er blogg fjölmiðill sem njóta á réttinda í samræmi við það? Þá má segja að blaðamannastéttin teljist allfjölmenn. Kannanir benda til þess að 8 milljónir Bandaríkjamanna haldi úti bloggsíðum og þær séu reglulega lesnar af 32 milljónum manna. Lögfræðingar eru ósammála um möguleika Apple á að fá Clarelli dæmdan til að hætta iðju sinni en allir eru sammála um að málið hafi þýðingu fyrir netið og skilgreiningar á þeirri starfsemi sem þar fer fram. Fyrst og fremst sýni málið þó að blogg sé búið að marka sér sess í vitund manna sem sem alvöru iðja samhliða annarri tegund fjölmiðlunar.gm@frettabladid.is
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun