Innlent

Auður og Halldór verðlaunahafar

Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsdóttir hlutu í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin, en þau voru afhent við hátíðlega athöfn að Bessatöðum. Auður fékk verðlaun í flokki fagurbókmennta fyrir bókina Fólkið í kjallaranum og Halldór í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir verkið Halldór Laxness – ævisaga. Þriggja manna lokadómnefnd, skipuð þeim Margréti Eggertsdóttur, Valgerði Bjarnadóttur og Dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, sem var formaður, valdi verkin úr tíu bókum sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember síðastliðnum. Í flokki fagurbókmennta voru auk Fólksins í kjallaranum tilnefndar Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson, Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson, Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason og Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur. Í flokki fræðibóka voru auk bókarinnar Halldór Laxness – ævisaga tilnefnd verkin Íslensk spendýr eftir Pál Hersteinsson og Jón Baldur Hlíðberg, Íslendingar eftir Sigurgeir Sigurjónsson og Unni Jökulsdóttur, Ólöf eskimói eftir Ingu Dóru Björnsdóttur og Saga Íslands 6. og 7. bindi, en aðalhöfundur þeirra er Helgi Þorláksson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×