Tölurnar komu frá NCC 27. janúar 2005 00:01 Byggingarverkfræðingur hjá norska verktakafyrirtækinu NCC staðfestir að hann hafi fyrir hönd fyrirtækisins unnið skýrslu fyrir Árna Johnsen um kostnað vegna jarðganga til Vestmannaeyja. Í fréttum Stöðvar tvö á miðvikudag sagði Øvind Kvaal, talsmaður NCC, að fyrirtækið hefði ekki lagt fram útreikninga, mat, greiningu, tilboð eða kostnaðaráætlun um jarðgöng til Vestmannaeyja. Árni sendi fjölmiðlum íslenska þýðingu af skýrslunni frá NCC í gær þar sem fram kemur að hún sé unnin Svein E. Kristiansen, byggingarverkfræðingi hjá NCC Constuction Norge AS og Sverre Barlindhaug, jarðverkfræðingi frá Multiconsult avd. Noteby. Skýrslan er rúmar tvær blaðsíður að lengd og er sögð vera forathugun á jarðgöngum til Vestmannaeyja og byggist á "almennum jarðfræðilegum upplýsingum auk endurkasts- og bylgjubrotsmælinga á Landeyjarsandi og á sjávarbotninum milli Vestmannaeyja og meginlands Íslands." Þar segir að áætla megi að kostnaður við jarðgöng til Vestmannaeyja verði um 1.450 milljónir danskra króna, sem samsvarar tæpum sextán milljörðum íslenskra króna. Við kostnaðarmat er byggt á reynslu NCC af tveimur neðansjávargöngum frá Færeyjum auk lengstu vegaganga í heimi, Lærdal-göngunum. Fréttablaðið hringdi í Svein Kristiansen og hann staðfesti að hann sé annar höfunda þessarar skýrslu og hafi unnið hana fyrir hönd NCC. Aðspurður hvers vegna talsmaður fyrirtækisins hafi ekki kannast við það í samtali við Stöð tvö segir Kristiansen að NCC sé stórt fyrirtæki, með um 40 þúsund starfsmenn, og það sé ekki víst að Kvaal hafi vitað af þessari skýrslu. Árni Johnsen segir að reynt hafi verið að gera málið tortryggilegt í fjölmiðlum og að viðbrögð talsmanns NCC í frétt Stöðvar tvö skýrist af því að honum hafi verið komið úr jafnvægi. "Það var auðséð að þessu var stillt þannig upp að við værum að kynna eitthvað tilboð og skuldbindingar sem er ekki rétt. Þetta er áætlun á kostnaði byggð á forathugun og ég er eingöngu að kynna þessar hugmyndir," segir Árni. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Byggingarverkfræðingur hjá norska verktakafyrirtækinu NCC staðfestir að hann hafi fyrir hönd fyrirtækisins unnið skýrslu fyrir Árna Johnsen um kostnað vegna jarðganga til Vestmannaeyja. Í fréttum Stöðvar tvö á miðvikudag sagði Øvind Kvaal, talsmaður NCC, að fyrirtækið hefði ekki lagt fram útreikninga, mat, greiningu, tilboð eða kostnaðaráætlun um jarðgöng til Vestmannaeyja. Árni sendi fjölmiðlum íslenska þýðingu af skýrslunni frá NCC í gær þar sem fram kemur að hún sé unnin Svein E. Kristiansen, byggingarverkfræðingi hjá NCC Constuction Norge AS og Sverre Barlindhaug, jarðverkfræðingi frá Multiconsult avd. Noteby. Skýrslan er rúmar tvær blaðsíður að lengd og er sögð vera forathugun á jarðgöngum til Vestmannaeyja og byggist á "almennum jarðfræðilegum upplýsingum auk endurkasts- og bylgjubrotsmælinga á Landeyjarsandi og á sjávarbotninum milli Vestmannaeyja og meginlands Íslands." Þar segir að áætla megi að kostnaður við jarðgöng til Vestmannaeyja verði um 1.450 milljónir danskra króna, sem samsvarar tæpum sextán milljörðum íslenskra króna. Við kostnaðarmat er byggt á reynslu NCC af tveimur neðansjávargöngum frá Færeyjum auk lengstu vegaganga í heimi, Lærdal-göngunum. Fréttablaðið hringdi í Svein Kristiansen og hann staðfesti að hann sé annar höfunda þessarar skýrslu og hafi unnið hana fyrir hönd NCC. Aðspurður hvers vegna talsmaður fyrirtækisins hafi ekki kannast við það í samtali við Stöð tvö segir Kristiansen að NCC sé stórt fyrirtæki, með um 40 þúsund starfsmenn, og það sé ekki víst að Kvaal hafi vitað af þessari skýrslu. Árni Johnsen segir að reynt hafi verið að gera málið tortryggilegt í fjölmiðlum og að viðbrögð talsmanns NCC í frétt Stöðvar tvö skýrist af því að honum hafi verið komið úr jafnvægi. "Það var auðséð að þessu var stillt þannig upp að við værum að kynna eitthvað tilboð og skuldbindingar sem er ekki rétt. Þetta er áætlun á kostnaði byggð á forathugun og ég er eingöngu að kynna þessar hugmyndir," segir Árni.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira