Vilja sannreyna skýrslu um göng 27. janúar 2005 00:01 Mynd/Vísir Að minnsta kosti tveir bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum vilja fá úr því skorið á bæjarstjórnarfundi í kvöld hvort skýrsla sem Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, kynnti á borgarafundi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi eigi við einhver rök að styðjast. Á sjötta hundrað manns mætti á fundinn þar sem Árni lagði fram skýrslu um hugsanlega gangagerð milli Eyja og lands. Hann sagði að yfirmenn sænska verktakafyrirtækisins NCC hefðu farið yfir skýrsluna og vitað að hann ætlaði að kynna hana opinberlega og hafi þeir ekki gert athugasemdir við það. Það var hins vegar haft eftir talsmanni NCC í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að fyrirtækið hefði ekki kynnt sér verkefnið og vissi ekki um hvað það snerist. Fyrirtækið tæki ekki ábyrgð á því sem Árni segði opinberlega, þetta væru ekki útreikningar fyrirtækisins og tölurnar væru ekki frá því komnar. Þessi viðbrögð sænska verktakans voru borin undir Árna Johnsen í gærkvöldi. Árni sagði að hann hefði skýrsluna sem staðfest væri af réttum aðilum. Hann sagði enn fremur að sér hefði fundist að lögð hefði verið áhersla á það í frétt Stöðvar tvö að gera hann totryggilegan, en það hefði verið mjög skrítið. Hann var þá inntur eftir því af hverju hann segði það og þá svaraði Árni að það hefði verið að vitna í það hvernig stæði á því að einstaklingur gæti aflað upplýsinga eins og þessara. Þetta hefði komið mjög skringilega út. Árni ræddi í síðustu viku á blaðamannafundi og í tenglsum við þann fund um kostnaðaráætlun sem NCC hefði unnið en talsmaður NCC kannaðist ekki við neitt. Spurður hvernig stæði á þessu sagði Árni að hann væri með plagg sem hann hefði lesið upp á borgarafundinum þar sem fram kæmi liður sem nefndist kostnaðaráætlun. Ekki væri um margar línur að ræða en þær greindur frá höfuðatriðunum. Í skýrslunni sem er rúmlega tvær A-4 blaðsíður og hvorki með haus né neinum undirskriftum segir að hún sé unnin af tveimur tilteknum starfsmönnum NCC samkvæmt beiðni Árna um kostnaðaráætlun fyrir jarðgöng á milli lands og Eyja. Síðan eru tíndar til ýmsar staðreyndir og hugleiðingar um jarðfræði svæðisins og loks kemur að kostnaðaráætlun sem sögð er byggð á reynslu NCC af tveimur neðansjávarjarðgöngum í Færeyjum og lengstu veggöngum í heimi, Lærdal-göngunum. Þar er sett fram verð á tveimur möguleikum, annar kosti 1.150 milljónir danskra króna og hinn 1.450 milljónir danskra króna. Í þessari kostnaðaráætlun, eins og hún er ótvírætt nefnd í skýrslunni, er allur kostnaður innifalinn utan kostnaðar við kaup á landi og flutninga á jarðvegi frá jarðgangagerðinni. Talsmenn NCC ítrekuðu við fréttastofu Stöðvar tvö í morgun að þeir hefðu enga kostnaðaráætlun gert. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Að minnsta kosti tveir bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum vilja fá úr því skorið á bæjarstjórnarfundi í kvöld hvort skýrsla sem Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, kynnti á borgarafundi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi eigi við einhver rök að styðjast. Á sjötta hundrað manns mætti á fundinn þar sem Árni lagði fram skýrslu um hugsanlega gangagerð milli Eyja og lands. Hann sagði að yfirmenn sænska verktakafyrirtækisins NCC hefðu farið yfir skýrsluna og vitað að hann ætlaði að kynna hana opinberlega og hafi þeir ekki gert athugasemdir við það. Það var hins vegar haft eftir talsmanni NCC í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að fyrirtækið hefði ekki kynnt sér verkefnið og vissi ekki um hvað það snerist. Fyrirtækið tæki ekki ábyrgð á því sem Árni segði opinberlega, þetta væru ekki útreikningar fyrirtækisins og tölurnar væru ekki frá því komnar. Þessi viðbrögð sænska verktakans voru borin undir Árna Johnsen í gærkvöldi. Árni sagði að hann hefði skýrsluna sem staðfest væri af réttum aðilum. Hann sagði enn fremur að sér hefði fundist að lögð hefði verið áhersla á það í frétt Stöðvar tvö að gera hann totryggilegan, en það hefði verið mjög skrítið. Hann var þá inntur eftir því af hverju hann segði það og þá svaraði Árni að það hefði verið að vitna í það hvernig stæði á því að einstaklingur gæti aflað upplýsinga eins og þessara. Þetta hefði komið mjög skringilega út. Árni ræddi í síðustu viku á blaðamannafundi og í tenglsum við þann fund um kostnaðaráætlun sem NCC hefði unnið en talsmaður NCC kannaðist ekki við neitt. Spurður hvernig stæði á þessu sagði Árni að hann væri með plagg sem hann hefði lesið upp á borgarafundinum þar sem fram kæmi liður sem nefndist kostnaðaráætlun. Ekki væri um margar línur að ræða en þær greindur frá höfuðatriðunum. Í skýrslunni sem er rúmlega tvær A-4 blaðsíður og hvorki með haus né neinum undirskriftum segir að hún sé unnin af tveimur tilteknum starfsmönnum NCC samkvæmt beiðni Árna um kostnaðaráætlun fyrir jarðgöng á milli lands og Eyja. Síðan eru tíndar til ýmsar staðreyndir og hugleiðingar um jarðfræði svæðisins og loks kemur að kostnaðaráætlun sem sögð er byggð á reynslu NCC af tveimur neðansjávarjarðgöngum í Færeyjum og lengstu veggöngum í heimi, Lærdal-göngunum. Þar er sett fram verð á tveimur möguleikum, annar kosti 1.150 milljónir danskra króna og hinn 1.450 milljónir danskra króna. Í þessari kostnaðaráætlun, eins og hún er ótvírætt nefnd í skýrslunni, er allur kostnaður innifalinn utan kostnaðar við kaup á landi og flutninga á jarðvegi frá jarðgangagerðinni. Talsmenn NCC ítrekuðu við fréttastofu Stöðvar tvö í morgun að þeir hefðu enga kostnaðaráætlun gert.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira