Innlent

Átak í uppeldismálum

Forsætisráðuneytið, Þjóðkirkjan og Velferðarsjóður barna undirrituðu í gær samstarfsyfirlýsingu um átaksverkefni í uppeldismálum undir heitinu Verndum bernskuna. Þetta er sagt vera liður í því að bæta stöðu barna í samfélaginu og styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu. Atakinu verður hleypt af stokkunum næsta haust með málþingi, útgáfu efnis og kynningarfundum. Tekið er fram í fréttatilkynningu að það efni sem stuðst verður við í átakinu er almenns eðlis en ekki bundið við trúarleg gildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×