Innlent

Hefur ekki skilað lægra vöruverði

MYND/Vísir
Sterk staða krónunnar hefur í mörgum tilvikum ekki skilað sér í lægra verði á innfluttum vörum, samkvæmt athugun sem Alþýðusamband Íslands hefur gert nokkur ár aftur í tímann. Þegar dollarinn var sem sterkastur fyrir nokkrum misserum og var kominn upp í 110 krónur hækkuðu nær allar vörur til samræmis við það. En þrátt fyrir það að hann sé nú kominn niður í 63 krónur hafa ýmsar vörur, til dæmis bílar, heimilisbúnaður og húsgögn, lítið sem ekkert lækkað í verði, sem í rauninni þýðir að þær hafi hækkað talsvert. Lyf skera sig úr því að þau hafa hækkað langt umfram þróun gengisvísitölunnar en matar- og drykkjarvara hefur nánast fylgt henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×